Í öllum vondum aðstæðum felast tækifæri

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ræddi við …
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ræddi við mbl.is eftir ríkisstjórnarfund í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, von­ast til þess að end­ur­ræs­ing ferðaþjón­ust­unn­ar, og at­vinnu­lífs­ins í heild, geti haf­ist fyrr en talið hef­ur verið hingað til eft­ir gott gengi Íslend­inga í bar­átt­unni við kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn síðustu vik­ur.

„Það eru marg­ir þætt­ir sem eru að ganga bet­ur held­ur en við héld­um fyr­ir stuttu síðan en það er ennþá þannig óvissa að ég held að við þurf­um að vera með báða fæt­ur á jörðinni hvað það varðar,“ seg­ir hún í sam­tali við mbl.is en tek­ur fram að mörg já­kvæð teikn hafi verið á lofti und­an­farið.

Mjög já­kvætt að ferðamenn séu já­kvæðir í garð Íslands

Markaðskönn­un Icelanda­ir greindi mik­inn áhuga ferðafólks á Íslandi og stór hluti þeirra sem tók þátt í þeirri könn­un sagðist hafa áhuga á því að koma hingað til lands. 86% svar­enda sagðist treysta Íslandi þegar kem­ur að mál­efn­um tengd­um út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar. Spurð hvort að þessi áhugi sé merki um að Íslend­ing­ar hafi haldið rétt á spil­un­um seg­ist Þór­dís geta tekið und­ir það að ein­hverju leyti.

„Það er að sjálf­sögðu mjög já­kvætt og við höf­um nú verið á því frá upp­hafi að í öll­um vond­um aðstæðum fel­ist alltaf ein­hver tæki­færi. Við höf­um auðvitað fært mikl­ar fórn­ir til þess að ná tök­um á veirunni og í því fel­ast tæki­færi fyr­ir ferðaþjón­ust­una í framtíðinni,“ seg­ir hún og bæt­ir við:

„Við mun­um þurfa að lesa í ferðahegðun fólks og svo fram­veg­is. Það er mjög gott að er­lend­ir ferðamenn hafi áhuga og hug á því að koma til Íslands og ég von­ast auðvitað til þess að það muni fleiri líta til þess að það sé ör­uggt að koma hingað. Tak­mark­andi þátt­ur­inn er flugið og óviss­an þar.“

Tæki mörg ár að fylla í skarð Icelanda­ir

Rætt hef­ur verið um að flug­fé­lög­in Blá­fugl (e. Blu­ebird Nordic) og Play geti fyllt í skarðið að ein­hverju leyti fari svo að Icelanda­ir verði gjaldþota. Þannig væri hægt að halda uppi flug­sam­göng­um til og frá land­inu tíma­bundið.

„Heilt yfir vona ég að það verði nægt fram­boð af flugi til og frá land­inu. Ég vona að það verði sam­keppni á þeim markaði, neyt­end­um til góða. Ég held að það sé ekki raun­hæft að það komi nýr aðili sem fylli í skarð Icelanda­ir vegna þess að það er auðvitað ára­tuga­vinna þar að baki og það myndi taka, að ég tel, all­mörg ár að byggja upp slíkt leiðar­kerfi í þeim skala sem Icelanda­ir hef­ur verið með,“ seg­ir Þór­dís um þær hug­mynd­ir en bæt­ir við:

„En ég óska öll­um góðs geng­is sem vilja auka flug­fram­boð til og frá land­inu og sér­stak­lega þeim sem vilja hafa höfuðstöðvar hér á Íslandi.“

mbl.is