Lokadagur og verðlaun aflakónga liðin tíð

Þrír ættliðir á Bárði SH og allir heita þeir Pétur …
Þrír ættliðir á Bárði SH og allir heita þeir Pétur Pétursson. Afli bátsins er sagður með ólíkindum.

Loka­dag­ur vetr­ar­vertíðar eru orð sem sjald­an sjást nú orðið, en var að finna í frétt í Morg­un­blaðinu á þriðju­dag. Þar var greint frá metafla skip­verja á Bárði SH, sem komu með 2.311 tonn að landi frá ára­mót­um til 11. maí, sem er gamli loka­dag­ur vertíðar­inn­ar. Orðið afla­kóng­ur hefði gjarn­an mátt nota með til­vitn­un í Pét­ur Pét­urs­son, út­gerðarmann og skip­stjóra, í frétt­inni, en ekki er vitað til þess að nokkru sinni hafi vertíðarbát­ur komið með eins mik­inn afla að landi og þeir á Bárði gerðu í vet­ur. Á móti Pétri eldri var Pét­ur son­ur hans skip­stjóri.

Arn­ar Sig­ur­munds­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri í Vest­manna­eyj­um og áhugamaður um sögu Eyj­anna, seg­ir afl­ann hjá áhöfn­inni á Bárði vera með ólík­ind­um. „Þetta er fanta­mik­ill afli, mér hefði þótt þetta mynd­ar­legt þótt afl­inn hefði verið allt að þúsund tonn­um minni,“ seg­ir Arn­ar.

Virðing fylgdi titl­in­um

Hann seg­ir að virðing hafi fylgt afla­kóngstitl­in­um og því að koma með mest­an bol­fiskafla á land í Eyj­um á vetr­ar­vertíðum. Sér­stak­ur grip­ur hafi verið af­hent­ur á sjó­mannadag­inn ár­lega, en einnig voru af­hent verðlaun fyr­ir að koma með mest verðmæti að landi yfir árið. Hér er orðið afla­kóng­ur notað um mest­an afla.

Bát­ar frá Grinda­vík, Þor­láks­höfn og fleiri stöðum kepptu um sæmd­ar­heit­in á landsvísu við afla­klær úr Eyj­um. Meðal þess­ara afla­skipa má nefna Jó­hann Gísla­son ÁR, Geir­fugl GK, Al­bert GK, Jón á Hofi ÁR, Skarðsvík SH, Friðrik Sig­urðsson ÁR og Arn­f­irðing II RE. Víða í sjáv­ar­pláss­um voru afla­kóng­ar verðlaunaðir og um­fjöll­un um keppni manna og báta á milli mátti sjá í blöðum.

Arn­ar seg­ir að marg­ir merk­ir skip­stjór­ar hafi orðið afla­kóng­ar í Eyj­um og ekki sé auðvelt að gera upp á milli. Í hans huga standi þrír menn þó upp úr; Benóný Friðriks­son eða Binni í Gröf, á Gull­borg­inni, Hilm­ar Rós­munds­son á Sæ­björgu og Sig­ur­jón Óskars­son á Þór­unni Sveins­dótt­ur.

Í Morgunblaðinu 5. júní 1977 var sagt um Binna í …
Í Morg­un­blaðinu 5. júní 1977 var sagt um Binna í Gröf að hann væri „nafn­toguð aflakló.“ Skjá­skot

„Binni varð afla­kóng­ur alls sjö sinn­um á ár­un­um frá 1953-1961, þar af sex sinn­um í röð. Stund­um var hann ekki lík­leg­ur til af­reka þegar leið á apr­íl­mánuð, en þá fór hann oft aust­ur í Bugt­ir og lagði tvisvar í róðri. Hann kom síðan með mik­inn afla að landi og blússaði fram úr hinum köll­un­um. Hilm­ar varð afla­kóng­ur þrjú ár í röð 1967-69. Síðasta árið var hann með ótrú­lega mik­inn afla eða 1.654 tonn, en samt var Sæ­björg­in ekki nema 67 tonna eik­ar­bát­ur. Sig­ur­jón er yngst­ur þess­ara þre­menn­inga og varð afla­kóng­ur ell­efu sinn­um á átt­unda og ní­unda ára­tugn­um. Það var síðan Sig­ur­jón sem blés þessa keppni af hér í Eyj­um,“ seg­ir Arn­ar.

Breyt­ing með kvóta­kerf­inu

Í sjó­mannadags­blaði Vest­manna­eyja 1989 er viðtal við afla­kóng­inn Sig­ur­jón, sem hafði komið með 1.917 tonn að landi á vertíðinni, sem þá var met. Framund­an hjá hon­um var að taka við silf­ur­skip­inu, verðlauna­gripn­um fyr­ir mest­an afla.

Sig­ur­jón hef­ur orðið: „Nei, nú ætla ég að afþakka það. Það er gott og ágætt að slá met þegar maður get­ur það og hef­ur aðstæður til þess. En mín til­laga er sú að verðlauna­skipið verði geymt í byggðasafn­inu meðan við fisk­um eft­ir kvóta­kerfi. Menn eru ekki að fiska á jafn­rétt­is­grund­velli meðan það er í gildi. Menn voru að taka net­in upp í apríl í mok­fiski­ríi af því að þeir voru bún­ir með kvót­ann.

Við gát­um aft­ur á móti haldið áfram af því að við höfðum stærri kvóta og þá er ekki leng­ur um jafn­rétti að ræða, menn eiga ekki að fá verðlaun með for­gjöf. Af þeim sök­um ætla ég ekki að taka á móti skip­inu á sjó­mannadag­inn. En þann dag sem all­ir standa jafn­ir að vígi, verður ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að keppa á ný,“ sagði Sig­ur­jón fyr­ir rösk­um 30 árum.

Arn­ar seg­ir að verðlauna­grip­ur­inn, silf­urslegið vík­inga­skip, sé geymd­ur í Sagn­heim­um í Byggðasafn­inu í Vest­manna­eyj­um. Grip­ur­inn segi mikla sögu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: