„Mjög stór dagur í loftslagsmálum“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók til máls fyrir undirritun viljayfirlýsingarinnar …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók til máls fyrir undirritun viljayfirlýsingarinnar á Skarfabakka, þar sem viðstaddir voru borgarstjóri, borgarfulltrúar og fulltrúar Faxaflóahafna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um­hverf­is- og auðlindaráðuneytið, Reykja­vík­ur­borg, Faxa­flóa­hafn­ir, Veit­ur, Sam­skip og Eim­skip und­ir­rituðu í dag vilja­yf­ir­lýs­ingu um að taka í notk­un há­spenni­búnað fyr­ir flutn­inga­skip við Sunda­bakka og Voga­bakka í Reykja­vík.

Búnaður­inn mun draga veru­lega úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda og staðbund­inni loft­meng­un frá starf­semi hafn­ar­svæða í Reykja­vík. Um er að ræða fyrsta áfanga í því verk­efni að tryggja raf­teng­ing­ar fyr­ir stærri skip í höfn­um á Íslandi.

Áætlað er að raf­væðing­in í þess­um áfanga komi til með að draga úr bruna á yfir 660 þúsund lítr­um af olíu og draga þannig úr los­un kol­díoxíðs um 9.589 tonn eða um 20% af nú­ver­andi los­un á starfs­svæði Faxa­flóa­hafna.

Faxa­flóa­hafn­ir, Veit­ur og ríkið leggja til 100 m.kr. hvert um sig í þenn­an fyrsta áfanga en ef allt geng­ur að ósk­um munu flutn­inga­skip Eim­skipa og Sam­skipa geta tengst landraf­magni á næsta ári. Verk­efnið er sagt í sam­ræmi við stefnu Íslands í lofts­lags­mál­um og í sam­ræmi við Lofts­lags­stefn­ur Reykja­vík­ur­borg­ar og Faxa­flóa­hafna.  

Hægt að tengja stór skip við landraf­magn

Land­teng­ing skipa við raf­magn er mik­il­væg­ur þátt­ur í að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda og bæta loft­gæði við hafn­ir, seg­ir í til­kynn­ingu frá um­hverf­is­ráðuneyt­inu. Á síðustu árum hafa mögu­leik­ar á því að tengja stærri skip landraf­magni verið kannaðir ít­ar­lega og nú er fyrsta skrefið stigið með und­ir­rit­un vilja­yf­ir­lýs­ing­ar um teng­ingu skipa í Sunda­höfn.

Faxa­flóa­hafn­ir hafa á und­an­förn­um árum boðið land­teng­ing­ar fyr­ir báta og minni skip. Þetta verk­efni mark­ar þau tíma­mót að einnig verður hægt að tengja stór skip við landraf­magn í höfn­um. Á næstu árum áforma Faxa­flóa­hafn­ir að hefja land­teng­ing­ar fyr­ir skemmti­ferðaskip, en bygg­ing dreif­istöðvar Veitna við Sæg­arða er for­senda þess verk­efn­is. 

„Stór dagur í loftslagsmálum.“
„Stór dag­ur í lofts­lags­mál­um.“ mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Gleðidag­ur

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra: „Við erum að stíga stór skref í lofts­lags­mál­um núna með aðkomu rík­is­ins að raf­væðingu tíu hafna á Íslandi í ár. Verk­efnið við Sunda­bakka og Voga­bakka í Reykja­vík er frá­bært sam­starfs­verk­efni og mun ekki bara draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda held­ur líka bæta loft­gæði í borg­inni. Þetta er gleðidag­ur. “

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri: „Þetta er mjög stór dag­ur í lofts­lags­mál­um, ekki bara í Reykja­vík held­ur fyr­ir landið allt. Raf­væðing hafna er hluti af bæði lofts­lags­áætl­un stjórn­valda og borg­ar­inn­ar um að draga úr út­blæstri gróður­húsaloft­teg­unda þannig að þessi yf­ir­lýs­ing sem við und­ir­rituðum í dag er veg­vís­ir að enn grænni borg. Nú fer af stað vinna við að gera þetta að veru­leika og við von­umst til að geta tengt fyrstu flutn­inga­skip­in næsta sum­ar sem mun draga veru­lega úr út­blæstri gróður­húsaloft­teg­unda hjá skipa­fé­lög­un­um en ekki síður bæta loft­gæðin í kring­um hafn­irn­ar. Það hef­ur verið mín skoðun að við ætt­um öll að vera að nota þenn­an tíma til að skipu­leggja grænt plan í efna­hags­mál­um til þess að draga úr út­blæstri en ekki síður til að skapa land­inu nauðsyn­legt sam­keppn­is­for­skot í græna hag­kerf­inu.“

mbl.is