Bann við hreinsunarbúnaði á ábyrgð Alþingis

Umhverfisstofnun segir að það kunni að vera ástæða til þess …
Umhverfisstofnun segir að það kunni að vera ástæða til þess að endurskoða ákvæði laga um hreinsunarbúnað skipa. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það kann að vera að ástæða sé til þess að end­ur­skoða ákvæði um hreinsi­búnað,“ seg­ir í svari Um­hverf­is­stofn­un­ar vegna fyr­ir­spurn­ar 200 mílna um notk­un út­blást­urs­hreins­un­ar­kerfa skipa með opna hringrás sem dæla úr­gangi kerf­anna í hafið.

Til­efni fyr­ir­spurn­ar­inn­ar var skýrsla rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa um at­vik í höfn­inni í Vest­manna­eyj­um þar sem nefnd­in beindi því til yf­ir­valda að skoða hvort ekki sé ástæða til að banna op­inn vot­hreinsi­búnað við strend­ur lands­ins.

Í sept­em­ber í fyrra hafði hreins­un­ar­búnaður um borð í Lag­ar­fossi, skipi Eim­skips, verið í notk­un þegar skipið fór frá bryggju með þeim af­leiðing­um að sjó­blandað sót sem inni­held­ur brenni­stein­sagn­ir skolaðist í höfn­ina.

Fram kem­ur í skýrsl­unni um at­vikið að þessi búnaður hafi víða verið bannaður af um­hverf­is­sjón­ar­miðum og þurfi skip því að skipta yfir í vist­vænna eldsneyti áður en siglt er til þess­ara staða.

„Það er á ábyrgð Alþing­is að setja lög og ráðherra að setja reglu­gerðir til að fram­fylgja þeim. Báðir þess­ir aðilar hafa það í hendi sér að leggja til strang­ari regl­ur hvað varðar los­un vegna brennslu á skipa­eldsneyti. Besta leiðin í þessu væri þá að gera það í alþjóðasam­starfi og byggt á áhættumati,“ seg­ir í svari Um­hverf­is­stofn­un­ar.

mbl.is