Fyrsta skiptið sem veðrið skiptir ekki öllu máli

Bubbi Morthens var á fullu í garðinum heima hjá sér …
Bubbi Morthens var á fullu í garðinum heima hjá sér þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann boðar nýtt lag, bílatónleika og bullandi gleði á 17. júní. mbl.is/RAX

„Já maður er held­ur bet­ur að hoppa út í djúpu laug­ina og veit ekki neitt,“ seg­ir Bubbi Mort­hens um bíla­tón­leika sem hann ætl­ar að halda 17. júní ásamt Hjálm­um og tón­list­ar­kon­un­um GDRN og Bríeti. Hann seg­ir að þetta gætu orðið einu bíla­tón­leik­arn­ir í ís­lenskri sögu eða þeir fyrstu af mörg­um.

Tón­leik­arn­ir munu fara fram þjóðhátíðardag Íslend­inga 17.júní á Bauhaus-bíla­plan­inu. Þar verður sett upp stórt svið og LED-skjár en ekk­ert hljóðkerfi held­ur verður hljóðinu út­varpað í bíl­ana á sér­stakri tíðni. Þetta verða fyrstu tón­leik­arn­ir af þess­ari teg­und hér á landi en eru að danskri fyr­ir­mynd.

Óvenju­leg en frá­bær leið til að gera eitt­hvað skemmti­legt sam­an

„Fólk mæt­ir í bíl­um, fjöl­skylda eða vin­ir eða hvernig sem það er, fyr­ir fram­an risa­stórt svið og LED-skjá en hljóðinu verður streymt beint inn í bíl­inn. Ef þú ert með ágætis­kerfi í bíln­um þá ertu bara með geggjað sound,“ út­skýr­ir Bubbi og seg­ir að um til­raun sé að ræða.

Kost­irn­ir við fyr­ir­komu­lagið eru að sögn Bubba meðal ann­ars þeir að þetta gef­ur fólki tæki­færi til að koma sam­an og hlusta á frá­bæra tónlist þrátt fyr­ir tveggja metra regl­una og sam­komu­bann. Svo verði þetta mögu­lega í fyrsta skipti sem veðrið á 17. júní skipti ekki öllu máli.

„Þetta er aðallega til að gera eitt­hvað fal­legt á 17. júní fyrst að við get­um ekki verið mörg þúsund sam­an. Þetta er frá­bær leið til þess að gera eitt­hvað skemmti­legt og óvenju­legt en að upp­lifa sam­veru. Það er hægt að setja rúðuþurrk­urn­ar í gang ef það verður rign­ing en ef það verður sól þá verður það geggjað, rúðurn­ar niðri og stemm­ari,“ seg­ir hann og hlær.

Þess virði að prófa eft­ir erfiðan vet­ur

„Mér finnst rosa­lega for­vitni­legt að gera þetta í fyrsta skipti á Íslandi og mér finnst þetta vera til­raun­ar­inn­ar virði eft­ir þenn­an langa og erfiða vet­ur sem er bú­inn að liggja á okk­ur. Að reyna að mynda ákveðinn sam­hug og stemn­ingu,“ seg­ir Bubbi sem von­ar að fjöl­skyld­ur komi sam­an og eigi geggjaða stund á Bauhaus-bíla­plan­inu þar sem allt verður til alls og út­sýnið fal­legt.

Eins og gef­ur að skilja hef­ur kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn og all­ar þær tak­mark­an­ir sem fylgja hon­um farið ansi illa með tón­list­ar­menn sem reiða sig á tón­leika­hald til að afla tekna. Nú er hins veg­ar byrjað að aflétta sam­komu­banni í skref­um og tel­ur Bubbi að það fari að birta til fljót­lega ef okk­ur tekst að halda far­aldr­in­um niðri.

„Ég hef trú á því að í ág­úst eða sept­em­ber verði þetta komið í þannig horf að menn geti haldið tón­leika, ef við miðum við hvað við erum passa­söm og svo lengi sem það koma ekki upp brjáluð hópsmit,“ seg­ir hann. En þangað til þurfi að aðlaga sig raun­veru­leik­an­um og finna nýj­ar leiðir, bíla­tón­leik­arn­ir séu ein leið.

Nýtt lag á leiðinni

„Þetta er geggjuð leið til þess að vera sam­an, 17. júní, flott mús­ík, stemm­ari og all­ur þessi fjöldi bíla. Þetta er svo for­vitni­legt og það verður ótrú­lega spenn­andi að sjá hvort við náum að gera þetta. Það get­ur vel verið að þetta verði einu bíla­tón­leik­arn­ir í ís­lenskri sögu eða þá að þetta verði fyrstu bíla­tón­leik­arn­ir og hell­ing­ur fylgi í kjöl­farið,“ seg­ir Bubbi.

Í lok viðtals­ins við mbl.is greindi Bubbi frá því að von væri á nýju lagi með hon­um og hljóm­sveit­inni Hjálm­um. „Við erum að fara taka upp lag til að nota í und­ir­bún­ingn­um þannig að það er nýtt lag vænt­an­legt frá Hjálm­um og mér,“ sagði hann áður en hann hélt áfram að rækta garðinn sinn.

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman