Ingibjörg Egilsdóttir, áhrifavaldur og fyrrverandi fegurðardrottning, er á lausu. Hún átti í ástarsambandi við Einar Egilsson listamann en upp úr því sambandi hefur slitnað. Hann var áður kvæntur Svölu Björgvinsdóttur og er búsettur í Los Angeles.
Ingibjörg keppti í keppninni Ungfrú Ísland árið 2008 og varð í öðru sæti. Í kjölfarið tók hún þátt í Miss Universe og komst í fimmtán manna úrslit. Síðan þá hefur hún starfað sem fyrirsæta og er í dag áhrifavaldur.
Ingibjörg á einn son með Þorsteini M. Jónssyni sem oft er kallaður Steini í Kók en þau slitu sambandi sínu 2014.
Ingibjörg er mörgum góðum kostum búin og bæði skemmtileg og klár. Svo eldar hún gómsæta rétti sem oft má sjá á Instagram-reikningi hennar.