Ójafnt gefið á grásleppuvertíð

Óvænt mokveiði varð fyrir norðan og norðaustan land. Hægt hefði …
Óvænt mokveiði varð fyrir norðan og norðaustan land. Hægt hefði verið að stöðva fyrstu báta miklu fyrr, segir í ályktun Króks. mbl.is/Hafþór

Mokveiði á grá­sleppu við Norðaust­ur- og Norður­land og þokka­leg­ar gæft­ir eft­ir fyrstu daga vertíðar skiluðu mikl­um afla á land. Svo mikl­um að fyrr en varði var há­marks­afla náð og það áður en vertíð byrjaði af krafti við vest­an­vert landið. Sum­ir náðu ekki að leggja net­in, aðrir reru aðeins nokkr­um sinn­um eft­ir að tals­verðum tíma hafði verið eytt í að fella net og gera klárt fyr­ir vertíðina. Flest­ir þeirra sem sátu eft­ir gera út frá vest­an­verðu land­inu, en þar hef­ur grá­sleppu­vertíð jafn­an byrjað síðar en fyr­ir norðan.

Veiðum á flest­um teg­und­um við landið er stjórnað með kvóta­kerfi á báta og skip, en grá­sleppu­veiðum er stjórnað með fjölda veiðidaga og sér­stök­um veiðileyf­um. Viðmiðið er há­marks­afli sem er í sam­ræmi við ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og inn­an daga­fjöld­ans er um ólymp­ísk­ar veiðar að ræða. Kvóta­setn­ing grá­sleppu hef­ur verið til umræðu síðustu miss­eri, en skipt­ar skoðanir eru um þá breyt­ingu og niðurstaða er ekki kom­in í það mál.

Mokveiðin fyr­ir norðan og aust­an virðist hafa verið óvænt og þegar stefndi í að út­gefnu afla­há­marki yrði náð í vor var til­kynnt um stöðvun veiðanna 3. maí. Þar sem eft­ir er að veiða í 15 daga við Breiðafjörð fer afl­inn eitt­hvað um­fram ráðgjöf, sem ólík­legt er að verði end­ur­met­in á þess­ari vertíð. Á meðfylgj­andi mynd má sjá ýmsa þætti grá­sleppu­veiða og vertíðar­inn­ar í ár.

Hörð gagn­rýni úr ýms­um átt­um hef­ur komið fram á hvernig staðið var að stjórn­un veiðanna og ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Sveit­ar­fé­lög gagn­rýna

Sem dæmi má nefna að í álykt­un bæj­ar­ráðs Akra­ness frá 5. maí er bent á að mis­vægi sé á milli lands­hluta hvað varði grá­sleppu­veiðar og þess kraf­ist að ráðherra end­ur­skoði ákvörðun sína þannig að jafn­ræðis verði gætt.

Bæj­ar­stjórn Stykk­is­hólms mót­mælti einnig stöðvun veiðanna. Í álykt­un var farið yfir mik­il­vægi grá­sleppu­veiða fyr­ir at­vinnu­lífið í Stykk­is­hólmi og seg­ir þar að staður­inn sé einn helsti lönd­un­arstaður grá­sleppu á land­inu. Sér­stak­lega var fjallað um veiðar á inn­an­verðum Breiðafirði: „Til að vernda æðar­varp á svæðinu hef­ur tíðkast í ára­tugi að grá­sleppu­veiðar við Breiðafjörð hefj­ist ekki fyrr en 20. maí ár hvert. Sú nátt­úru­vernd hef­ur mætt al­menn­um skiln­ingi og verið tal­in til fyr­ir­mynd­ar. Dag­arn­ir fimmtán sem veiða má við Breiðafjörð frá og með 20. maí bæta ekki upp þá 44 daga sem sjó­menn gerðu ráð fyr­ir að geta gert út,“ seg­ir í álykt­un Stykk­is­hólms­bæj­ar.

Fleiri hafa fjallað um málið og í álykt­un frá strand­veiðifé­lag­inu Króki, fé­lagi smá­báta­eig­enda í Barðastrand­ar­sýslu, seg­ir að ráðherra „hefði getað fengið Fiski­stofu til að stjórna, eða stuðst við töl­ur þaðan, þar sem sést jafnóðum hve mikið er komið á land. Það hefði verið hægt að stöðva fyrstu bát­ana mikið fyrr, jafn­vel við 30 daga. Þeir sem fengu flesta daga fengu 44, aðrir ör­fáa og allt niður í núll“.

Ábyrg­ar og sjálf­bær­ar veiðar

Kröf­ur hafi komið fram frá hags­munaaðilum og þing­mönn­um um að ráðgjöf í grá­sleppu­veiðum verði end­ur­skoðuð svo hægt verði að auka afl­ann. Axel Helga­son, fyrr­ver­andi formaður Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda og grá­sleppu­veiðimaður, hef­ur gagn­rýnt ráðgjöf­ina og skorað á sér­fræðinga Haf­rann­sókna­stofn­un­ar að leiðrétta stuðul sem notaður var til að um­reikna magn saltaðra grá­sleppu­hrogna yfir í grá­sleppu­afla upp úr sjó. Þarna muni mörg­um pró­sent­um og þeir hags­mun­ir sem séu í húfi skipti hundruðum millj­óna.

Í grein í Morg­un­blaðinu síðasta föstu­dag legg­ur Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, áherslu á að stjórn­un fisk­veiða á grund­velli vís­inda­legr­ar ráðgjaf­ar sé lyk­il­atriði til að tryggja ábyrg­ar og sjálf­bær­ar fisk­veiðar.

Ráðherra seg­ir að í hinu stóra sam­hengi sé mik­il­væg­ast að standa vörð um þá meg­in­reglu að við stjórn­um fisk­veiðum okk­ar á grund­velli vís­inda­legr­ar ráðgjaf­ar og tryggj­um þannig sjálf­bær­ar fisk­veiðar. „Að því sögðu er ég sam­mála þeirri gagn­rýni að það sé lít­il sann­girni í að sum­ir grá­sleppu­sjó­menn fái nokkra daga en aðrir fái 30 eða 40 daga. Þetta er hins veg­ar fylgi­fisk­ur þess að haga veiðum með þess­um hætti,“ skrif­ar Kristján Þór.

Í grein hans kem­ur jafn­framt fram að varðandi næstu grá­sleppu­vertíð hafi hann beint þeim til­mæl­um til Haf­rann­sókna­stofn­un­ar að farið verði yfir, í sam­ráði við sjó­menn, öll þau gögn sem liggja til grund­vall­ar ráðgjöf­inni. Meðal ann­ars til að end­ur­meta eldri afla­töl­ur og skoða mögu­leika og for­send­ur fyr­ir aflaráðgjöf.

Ástæða til end­ur­mats?

At­vinnu­vega­nefnd Alþing­is ritaði sjáv­ar­út­vegs­ráðherra bréf í viku­byrj­un þar sem óskað var eft­ir því að ráðherra beindi því til Haf­rann­sókna­stofn­un­ar hvort ástæða væri til end­ur­mats á út­hlut­un hrogn­kelsa vegna vertíðar­inn­ar 2020 í ljósi gagna og upp­lýs­inga sem borist hafa nefnd­inni.

Með er­ind­inu fylgdu álykt­an­ir og um­sagn­ir frá Sam­tök­um sveit­ar­fé­laga á Vest­ur­landi, Bi­opol ehf. og Nátt­úru­stofu Norður­lands vestra, for­svars­mönn­um fyr­ir­tækja sem vinna grá­sleppu­hrogn, bæj­ar­stjórn Stykk­is­hólms og Lands­sam­bandi smá­báta­eig­enda.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: