Gera 220 milljóna samning við laxeldisrisa

Mowi mun nýta kælitækni frá Skaganum 3X í nýrri verksmiðju.
Mowi mun nýta kælitækni frá Skaganum 3X í nýrri verksmiðju. Ljósmynd/MOWI

Stærsti fram­leiðandi atlants­hafslax, norska eld­is­fyr­ir­tækið Mowi, hef­ur gengið til samn­inga við Skag­ann 3X um upp­setn­ingu á SUB-CHILL­ING-kæli­kerfi í nýrri verk­smiðju fé­lags­ins á Herøy í Nor­egi, að því fram kem­ur í frétta­til­kynn­ing­um frá Skag­an­um 3X. Virði samn­ings­ins er 220 millj­ón­ir króna.

Um er að ræða ann­an samn­ing Skag­ans 3X á skömm­um tíma, en fyr­ir­tækið gerði ný­verið samn­ing við Morri­sons í Bretlandi um upp­setn­ingu á kæli­kerfi af þess­ari gerð. Nam virði þess samn­ings um 300 millj­ón­um króna.

„Við erum stolt af því að eiga Mowi sem viðskipta­vin og hlökk­um til að tak­ast á við þetta verk­efni. Þetta kem­ur til með að verða stærsta laxa­verk­smiðjan sem mun nota þessa kæli­tækni, en við höf­um einka­leyfi á henni,“ seg­ir Magni Vet­urliðason, fram­kvæmda­stjóri Skag­ans 3X AS í Nor­egi.

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að um­fangs­mik­il rann­sókn­ar- og þró­un­ar­vinna ligg­ur að baki nýrri kæli­tækni Skag­ans 3X og fékkst einka­leyfi á henni árið 2019. Með þess­ari tækni má kæla fisk niður í -1,2 °C án þess að nota ís. Fisk­ur­inn sjálf­ur er nýtt­ur sem kælimiðill og hann helst und­ir frost­marki leng­ur en með ískæl­ingu. Þetta er sagt skila betri gæðum til neyt­enda og bæt­ir allt að 7 dög­um við geymsluþol vör­unn­ar.

mbl.is