Vandinn ekki á förum

Sumarnámskeið með áherslu á íslenskukennslu standa börnum af erlendum uppruna …
Sumarnámskeið með áherslu á íslenskukennslu standa börnum af erlendum uppruna til boða og fleiri leikjanámskeið verða í boði í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vand­inn sem kór­ónu­veir­an hef­ur skapað nem­end­um grunn- og fram­halds­skóla hverf­ur ekki á þessu skóla­ári og mun fylgja nem­end­um inn í næsta skóla­ár, að sögn Þor­steins Sæ­berg, for­manns Skóla­stjóra­fé­lags Íslands.

Hann seg­ir mik­il­vægt að börn­um sé ekki haldið leng­ur heima en þurfi en tug­ir for­eldra í Reykja­vík hafa beðið um leyfi fyr­ir börn sín úr skóla út skóla­árið af ótta við smit, að sögn Helga Gríms­son­ar, sviðsstjóra skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar.

„Það er auðvitað mik­il­vægt að for­eldr­ar taki þessa ákvörðun að vel at­huguðu máli. Það er ekki til að bæta ástand fyr­ir mörg börn að vera leng­ur heima en orðið er. Á móti kem­ur að það er enn sú staða heima hjá sum­um að það eru ein­stak­ling­ar sem eru með und­ir­liggj­andi al­var­lega sjúk­dóma og aðstæður þannig að for­eldr­ar hafa tekið þessa ákvörðun,“ seg­ir Þor­steinn í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Helgi seg­ir að regl­an í skól­un­um hafi riðlast tals­vert og staða barna sé mis­jöfn eft­ir að hafa stundað skóla með breyttu sniði í einn og hálf­an mánuð. „Við reyn­um að veita þeim sem hef­ur fat­ast flugið traust­ari stuðning og aðhald í fram­hald­inu.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: