17 tillögur vegna stöðunnar á Suðurnesjum

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skýrsla starfs­hóps um stöðumat og aðgerðaáætl­un um efl­ingu þjón­ustu rík­is­ins á Suður­nesj­um verður kynnt í þing­inu á morg­un. Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, seg­ir um að ræða 17 til­lög­ur sem unn­ar hafi verið með heima­mönn­um.

Ráðherra bend­ir á að upp­haf­lega hafi starfs­hóp­ur­inn verið stofnaður vegna „vaxta­verkja“ á Suður­nesj­um og bend­ir á að und­an­far­in sjö ár hafi íbúa­fjölg­un á svæðinu verið um það bil 30%. Á sama tíma var hún 13% á landsvísu.

„Starfs­hóp­ur­inn skoðaði þetta en á end­an­um breytt­ist svo­lítið staðan í þetta ástand sem við horf­um upp á,“ seg­ir Sig­urður Ingi og vís­ar til þess að at­vinnu­leysi á Suður­nesj­um hafi auk­ist mjög í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um.

Við sett­um í aðgerðapakka tvö 250 millj­ón­ir til aðgerða á Suður­nesj­um. Í skýrsl­unni eru 17 til­lög­ur sem lúta að ýmsu; allt frá því að viðhalda þess­um sam­ráðshópi, stuðningsaðgerðir við er­lenda rík­is­borg­ara, yfir í stuðning við Reykja­nes Geopark,“ seg­ir ráðherra.

„Til­lög­urn­ar eru af ólík­um toga en unn­ar með heima­mönn­um.“

Sig­urður Ingi seg­ir að verk­efn­in séu að mestu fjár­mögnuð og fari af stað bráðlega. Auk þess nefn­ir hann aðrar aðgerðir, líkt og fjölg­un sum­arstarfa á Suður­nesj­um, sem eigi að vinna sér­stak­lega á at­vinnu­leys­inu á svæðinu.

mbl.is