Bretar sniðganga útboð í Evrópu

Breska fyrirtækið M&C Saatchi hlaut hæstu einkunn í útboði fyrir …
Breska fyrirtækið M&C Saatchi hlaut hæstu einkunn í útboði fyrir markaðsverkefnið „Ísland – sam­an í sókn“. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bresk stjórn­völd hafa gert samn­inga við einka­rek­in fyr­ir­tæki fyr­ir sam­tals einn millj­arð punda, án þess að farið hafi verið í útboð á verk­efn­un­um á Evr­ópska efna­hags­svæðinu. 

Í frétt Guar­di­an kem­ur fram að stjórn­völd hafi samið beint við einka­rek­in fyr­ir­tæki og að öðrum aðilum hafi ekki verið gefið færi á að koma fram með til­boð. Á meðal þeirra fyr­ir­tækja sem gert hafa samn­ing við stjórn­völd eru Deloitte, Pricewater­hou­seCoo­pers og Ernst & Young. 

Alls voru 177 samn­ing­ar gerðir við bresk fyr­ir­tæki vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins án útboðs, flest­ir við bresk fyr­ir­tæki. 

Heim­ild­ir mbl.is herma að ein­hverj­ir um­ræddra samn­inga séu útboðsskyld­ir á grund­velli reglna um Evr­ópska efna­hags­svæðið, en sam­kvæmt 126. grein út­göngu­samn­ings Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu bera Bret­ar og ríki Evr­ópu gagn­kvæm­ar skyld­ur á grund­velli reglna Evr­ópu­sam­bands­ins til 31. des­em­ber. 

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is hafi Bret­ar með gerð um­ræddra samn­inga í raun tekið ein­hliða ákvörðun um sniðganga útboðskyldu á viss­um verk­efn­um á grund­velli reglna Evr­ópu­sam­bands­ins, en skylt er að aug­lýsa útboð á Evr­ópska efna­hags­svæðinu ef fjár­hæðir fara yfir ákveðin viðmiðun­ar­mörk. 

Bresk fyr­ir­tæki hafa aft­ur á móti tekið þátt í útboðum annarra Evr­ópu­ríkja á grund­velli reglna Evr­ópu­sam­bands­ins, meðal ann­ars hér á landi, en breska aug­lýs­inga­skrif­stof­an M&C Sa­atchi hlaut hæstu ein­kunn val­nefnd­ar fyr­ir markaðsverk­efnið „Ísland — sam­an í sókn.“

mbl.is