Byggingarkostnaður lækkar á milli mánaða

mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson

Vísi­tala bygg­ing­ar­kostnaðar, reiknuð um miðjan maí 2020, hef­ur lækkað um 2,8% frá fyrri mánuði. Inn­flutt efni hækkaði um 1,6% (áhrif á vísi­tölu 0,3%) en vinnuliður lækkaði um 8,6% (-3,1%) vegna nýrra laga nr. 25/​2020 um tíma­bundn­ar ráðstaf­an­ir til að mæta efna­hags­leg­um áhrif­um heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru (COVID-19).

Lög­in hækka meðal ann­ars tíma­bundið end­ur­greiðslur virðis­auka­skatts af vinnu við bygg­ing­ar­fram­kvæmd­ir íbúðar­hús­næðis í 100%.

Á síðustu tólf mánuðum hef­ur vísi­tala bygg­ing­ar­kostnaðar hækkað um 1,2%. Vísi­tal­an gild­ir í júní 2020.

mbl.is