Geta flutt fjórðung aflahlutdeildar milli ára

Vegna áhrifa faraldursins verður útgerðum nú heimilt að flytja 25% …
Vegna áhrifa faraldursins verður útgerðum nú heimilt að flytja 25% af aflamarki milli fiskveiðiára. Ljósmynd/Brynjar Kristmundsson

Heim­ild kvóta­hafa til þess að flytja afla­mark í botn­fiski milli fisk­veiðiára hef­ur verið auk­in úr 15% í 25% sam­kvæmt reglu­gerð sem Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hef­ur und­ir­ritað.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins að breyt­ing­in hafi verið gerð í þeim til­gangi að stuðla að meiri sveigj­an­leika við veiðar og vinnslu til að bregðast við áhrif­um kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins á ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg.

Bent er á í til­kynn­ing­unni að gögn Fiski­stofu sýna að hlut­fall landaðs botn­fiskafla var 65% hinn 15. maí en var tæp 70% á sama tíma í fyrra. „Mik­ill sam­drátt­ur í eft­ir­spurn eft­ir fersk­fiski í heim­in­um í kjöl­far COVID-19 er helsta ástæða þess­ar­ar lækk­un­ar en einnig hef­ur dregið úr eft­ir­spurn fyr­ir frosn­um afurðum á síðustu vik­um. Við þær aðstæður var talið rétt að veita tæki­færi til frek­ari sveigj­an­leika við veiðar og vinnslu með því að hækka heim­ild til flutn­ings úr 15% í 25%.“

mbl.is