26 þúsund gætu verið án vinnu

Vorstemning í miðbæ Reykjavíkur.
Vorstemning í miðbæ Reykjavíkur. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson

Seðlabank­inn spá­ir því í nýj­um Pen­inga­mál­um að at­vinnu­leysi geti farið í 12% á þriðja árs­fjórðungi. Það sé mesta at­vinnu­leysi sem um get­ur síðan skipu­leg­ar mæl­ing­ar hóf­ust. Gæti það sam­svarað því að um 26 þúsund manns verði án vinnu.

Það yrði fjölg­un um 9-10 þúsund manns frá apr­íl­mánuði. Að auki voru um 32.800 manns á hluta­bóta­leiðinni í apríl en sú leið var í boði fyr­ir fólk sem bjó við skert starfs­hlut­fall út af far­aldr­in­um.

Vinnu­mála­stofn­un um­reikn­ar þenn­an fjölda í at­vinnu­leys­is­pró­sent­ur með því að leggja sam­an skerðingu á starfs­hlut­falli. Ef til dæm­is tveir fara í 50% vinnu jafn­gild­ir það því að einn sé án vinnu.

Vinnu­mála­stofn­un hef­ur tekið sam­an töl­fræði yfir at­vinnu­leysi er­lendra rík­is­borg­ara og skipt­ingu eft­ir starfs­grein­um. Leiðir sú grein­ing í ljós að hlut­fallið er um 7% í fisk­veiðum, fisk­eldi og vinnslu, um 8% í iðnaði og um 14% í bygg­ing­ariðnaði. Eins og sýnt er á graf­inu hér hægra meg­in er hlut­fallið líka yfir 10% í versl­un, gistiþjón­ustu og veit­ingaþjón­ustu. Af því leiðir að sam­drátt­ur í ferðaþjón­ustu á mik­inn þátt í at­vinnu­leysi er­lendra rík­is­borg­ara, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Skal tekið fram að hlut­föll­in vísa til skipt­ing­ar at­vinnu­leys­is inn­an hóps­ins en ekki hlut­falls hans af heild­ar­fjölda at­vinnu­lausra.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: