Bíða eftir útboðslýsingu Icelandair

Tekið á móti vél Icelandair Cargo á Keflavíkurflugvelli.
Tekið á móti vél Icelandair Cargo á Keflavíkurflugvelli. Ljósmynd/Icelandair

Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna met­ur hugs­an­lega þátt­töku í hluta­fjárút­boði Icelanda­ir þegar útboðslýs­ing ligg­ur fyr­ir. Stjórn­ar­formaður líf­eyr­is­sjóðsins seg­ir harðar kjara­deil­ur fé­lags­ins og flug­freyja óheppi­leg­ar við þess­ar aðstæður en tel­ur að Icelanda­ir eigi enga leið fram­hjá samn­ing­um við Flug­freyju­fé­lag Íslands.

Flug­freyju­fé­lag Íslands hafnaði í gær á fundi hjá rík­is­sátta­semj­ara samn­ingstil­boði Icelanda­ir sem fé­lagið sagði loka­til­boð sitt. Tel­ur Icelanda­ir að ekki verði lengra kom­ist í viðræðunum. Mark­mið Icelanda­ir var að gera breyt­ing­ar á ákvæðum samn­inga til að skapa grund­völl til hagræðing­ar, á svipuðum nót­um og samið hef­ur verið um við flug­menn og flug­virkja.

Sama dag­skrá hlut­hafa­fund­ar

Fram hef­ur komið að slík­ir samn­ing­ar eru for­senda þess að fé­lagið geti farið í hluta­fjárút­boð á næst­unni. Boðað hef­ur verið til hlut­hafa­fund­ar á morg­un þar sem á dag­skrá er til­laga um hækk­un hluta­fjár. Fram hef­ur komið að ætl­un­in er að safna allt að 200 millj­ón­um Banda­ríkja­dala sem svar­ar til nærri 29 millj­arða króna. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá fé­lag­inu er dag­skrá fund­ar­ins óbreytt, þrátt fyr­ir að viðræðum við flug­freyj­ur hafi verið slitið.

Íslensk­ir líf­eyr­is­sjóðir eru stór­ir hlut­haf­ar í Icelanda­ir og er Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna þeirra stærst­ur. Stefán Svein­björns­son, formaður stjórn­ar sjóðsins, seg­ir að þátt­taka líf­eyr­is­sjóðsins í hluta­fjárút­boðinu verði met­in þegar útboðslýs­ing ligg­ur fyr­ir. Nán­ar spurður um lík­urn­ar á þátt­töku seg­ir hann ómögu­legt um þær að segja. Þær upp­lýs­ing­ar sem liggi fyr­ir um hvernig rekst­ur­inn verður séu óljós­ar. Bíða verði eft­ir útboðslýs­ingu þar sem áætlan­ir fé­lags­ins verði skýrðar. Spurður um aðkomu líf­eyr­is­sjóðsins í aðdrag­anda útboðslýs­ing­ar­inn­ar seg­ir Stefán í Morg­un­blaðinu í dag, að hún hafi eng­in verið og sjóður­inn ekki sett nein skil­yrði fyr­ir þátt­töku.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: