Hrognkelsi fara um langan veg

Árið 2018 byrjaði Haf­rann­sókna­stofn­un í sam­vinnu við Bi­opol á Skaga­strönd og græn­lensku nátt­úru­fræðistofn­un­ina að merkja hrogn­kelsi á fæðuslóð á víðáttu­miklu hafsvæði í Norðaust­ur-Atlants­hafi.

Í heild var 761 hrogn­kelsi merkt 2018 og 2019. Sjö fisk­ar hafa verið end­ur­heimt­ir, fimm grá­slepp­ur og tveir rauðmag­ar.

Eitt hrogn­kels­anna end­ur­heimt­ist fjær merk­ing­arstað en áður hef­ur sést. Það var merkt í suður­hluta Ir­min­ger­hafs og end­ur­heimt­ist við Langa­nes, í 1.230 km fjar­lægð. Fyrra metið var 587 km. Þess­ar frumniður­stöður sýna að fæðuslóð grá­sleppu sem hrygn­ir við Ísland er bæði í Ir­min­ger­hafi og Íslands­hafi, seg­ir í frétt á heimasíðu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar. Til að auka um­fang þess­ara rann­sókna er von­ast til þess að Norðmenn taki þátt í þeim frá og með ár­inu 2021, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: