Það kom fjölskyldu nokkurri í Oregon í Bandaríkjunum nokkuð á óvart þegar það uppgötvaðist að nýfæddur kettlingur hennar hefur tvö andlit.
Fjölskyldan nefndi kettlinginn „Biscuits and Gravy“ (kexkaka og sósa), en ætla að kalla hann Biscuits til styttingar.
Kettlingurinn getur borðað með báðum munnum og mjálmar stundum með öðrum á meðan hann drekkur með hinum.
Um er að ræða svokallaðan janus-kött, en nafnið kemur úr rómverskri goðafræði. Lífslíkur slíkra katta eru almennt litlar, en fjölskyldan er bjartsýn á framhaldið.