Kettlingur fæddist með tvö andlit

Biscuits and Gravy með systkinum sínum.
Biscuits and Gravy með systkinum sínum. Ljósmynd/BJ King

Það kom fjöl­skyldu nokk­urri í Or­egon í Banda­ríkj­un­um nokkuð á óvart þegar það upp­götvaðist að ný­fædd­ur kett­ling­ur henn­ar hef­ur tvö and­lit. 

Fjöl­skyld­an nefndi kett­ling­inn „Biscuits and Gra­vy“ (kexkaka og sósa), en ætla að kalla hann Biscuits til stytt­ing­ar. 

Kett­ling­ur­inn get­ur borðað með báðum munn­um og mjálm­ar stund­um með öðrum á meðan hann drekk­ur með hinum. 

Um er að ræða svo­kallaðan jan­us-kött, en nafnið kem­ur úr róm­verskri goðafræði. Lífs­lík­ur slíkra katta eru al­mennt litl­ar, en fjöl­skyld­an er bjart­sýn á fram­haldið. 

mbl.is