Milljarðar sem fara ekki úr landi í sumar

Allt að gerast í Húrra. Fólk er að versla heima.
Allt að gerast í Húrra. Fólk er að versla heima. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Satt best að segja hef­ur verið rosa­leg stemn­ing í búðinni. Mars var hörmu­leg­ur, apríl allt í lagi en verri en árið áður, en maí hef­ur verið hrika­lega góður hrein­lega. Fólk er í stuði, veðurguðirn­ir hjálpa til og svo er fólk ekki að kaupa föt í ferðalög­um er­lend­is,“ seg­ir Sindri Snær Jens­son, eig­andi Húrra Reykja­vík, í sam­tali við mbl.is.

Sum­arið er komið, það sér fyr­ir end­ann á því versta af heims­far­aldr­in­um hér á landi og fólk fer í aukn­um mæli að sjá fyr­ir sér að það þurfi að kaupa eitt­hvað. Það get­ur verið lakk á pall­inn, kol á grillið eða ein­mitt nýir skór og su­mar­kjóll, eins og fólk kem­ur til Sindra að gera.

Sindri Snær Jensson, t.v., og Jón Davíð Davíðsson eru eigendur …
Sindri Snær Jens­son, t.v., og Jón Davíð Davíðsson eru eig­end­ur Húrra Reykja­vík­ur. Val­g­arður Gísla­son

Ljóst er að tómið sem ekki verður fyllt í versl­un­ar­ferðum er­lend­is þarf að fylla með ein­um eða öðrum hætti á Íslandi í sum­ar. Þörf­in er að skila sér inn í versl­an­irn­ar og þrátt fyr­ir svart­ar horf­ur fyr­ir nokkr­um vik­um treyst­ir Sindri sér því til þess að full­yrða að sum­arið verði frá­bært í sum­ar: „Ég er til­bú­inn að segja það.“

Stór­ar fjár­hæðir sem verður í staðinn varið á Íslandi

Í von um að meta um­fang þeirra viðskipta sem Íslend­ing­ar hefðu stundað í út­lönd­um í sum­ar réðst Rann­sókn­ar­set­ur versl­un­ar­inn­ar í út­tekt fyr­ir Sam­tök versl­un­ar og þjón­ustu. Kom upp úr dúrn­um að í júní, júlí og ág­úst 2019 greiddu Íslend­ing­ar 37 millj­arða með greiðslu­kort­um sín­um er­lend­is og þá er ferðakostnaður ekki tal­inn með. Að breyttu breyt­anda má ætla að hluta þess­ar­ar fjár­hæðar verði í staðinn varið á Íslandi, þar sem menn eru hér um sinn upp til hópa inn­lyksa.

Sindri kveðst þegar finna fyr­ir því að viðskipt­in bein­ist frek­ar til þeirra en versl­ana úti og að þar að auki sé fólk ekki endi­lega að kaupa föt á net­inu frá út­lönd­um. „Fólk vill koma í flott­ar búðir og kaupa sér eitt­hvað fal­legt. Í stað þess að fá sér nýja striga­skó í út­lönd­um kem­ur það hingað og fær sér eitt­hvað ferskt,“ seg­ir hann. 

Íslenska krón­an hef­ur veikst veru­lega und­an­farið gagn­vart er­lend­um gjald­miðlum, sem Sindri er hrædd­ur um að skili sér óhjá­kvæmi­lega út í verðið þegar nýj­ar vör­ur fara að detta inn. Hann seg­ir versl­un­ina þó enn vera að selja mikið af vör­um á gamla geng­inu sem komu inn fyr­ir far­ald­ur og jafn­vel þegar hækk­an­irn­ar rata út í verðið verður það sama uppi á ten­ingn­um fyr­ir Íslend­inga ætli þeir að versla beint við er­lenda aðilann. Evr­an kost­ar ein­fald­lega 157 krón­ur en ekki 139.

Allt komið í þokka­legt horf, fyr­ir utan það sem snýr að ferðamönn­un­um

Andrés Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu, tek­ur í svipaðan streng og Sindri um ástandið í versl­un. Ekki aðeins má segja að versl­un­in sé að taka við sér, held­ur er hún ein­fald­lega kom­in á góðan skrið. 

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Andrés Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

„Stærst­ur hluti af versl­un hér á landi er kom­inn í þokka­legt horf, fyr­ir utan auðvitað það sem snýr að viðskipt­um við ferðamenn. Ann­ars segja korta­töl­ur að helstu liðir í versl­un séu í ágæt­is­horfi,“ seg­ir Andrés.

Velt­an sem Íslend­ing­ar séu í venju­legu ár­ferði með í einka­neyslu í ut­an­lands­ferðum sé að ein­hverju leyti að fara að fær­ast inn á inn­lend­an markað, þó að vissu­lega verði þar líka að gera ráð fyr­ir minni neyslu sök­um óvissuaðstæðna og bágs at­vinnu­ástands.

mbl.is