Vilja efla útflutning á íslensku hugviti

Íslenski sjávarklasinn telur tækifæri í þjónustu við erlenda aðila sem …
Íslenski sjávarklasinn telur tækifæri í þjónustu við erlenda aðila sem vilja auka fullnýtingu sjávarafurða. mbl.is

Íslenski sjáv­ar­klas­inn hef­ur hafið und­ir­bún­ing á kynn­ingu á þeirri tækni, ráðgjöf og þjón­ustu sem ís­lensk fyr­ir­tæki geta veitt á alþjóðamarkaði á sviði nýt­ing­ar hliðar­af­urða fisks, seg­ir í til­kynn­ingu á vef Sjáv­ar­klas­ans.

„COVID-19 hef­ur gert sjáv­ar­út­vegi um all­an heim erfitt fyr­ir. Mörg er­lend sjáv­ar­út­vegs- og vinnslu­fyr­ir­tæki þurfa því nú enn meira en áður að skoða alla mögu­leika til að nýta bet­ur afurðir og fá þannig meiri verðmæti,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Fram kem­ur að rann­sókn­ir benda til þess að fjöl­marg­ar þjóðir nýta ekki eða illa hliðar­af­urðir fisks­ins. Þar á meðal haus, bein og roð, inn­yfli og þess hátt­ar. „Íslend­ing­ar hafa á hinn bóg­inn skapað sér nafn sem sú þjóð sem nýt­ir vel hliðar­af­urðir sjáv­ar­fangs og fjöl­mörg fyr­ir­tæki eru starf­rækt á Íslandi sem sinna rekstri á þessu sviði.“

Biður Sjáv­ar­klas­inn því nú um upp­lýs­ing­ar frá þeim aðilum sem bjóða upp á tækni á þessu sviði, ráðgjöf eða aðra þjón­ustu sem nýst get­ur er­lend­um aðilum sem vilja bæta nýt­ingu sjáv­ar­af­urða. Í kjöl­far þess að búið er að tengja sam­an ein­stak­linga, stofn­an­ir og fyr­ir­tæki sem hafa áhuga á að efla sam­starf á þessu sviði, verður farið í að und­ir­búa kynn­ingu.

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman