Eignatilfærslan veki upp tortryggni

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. mbl.is/Hari

Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata, spurði for­sæt­is­ráðherra á Alþingi hvort frum­varp sé ekki á leiðinni sem myndi ná sér­stak­lega utan um út­gerðarfyr­ir­tæki.

Til­efni fyr­ir­spurn­ar­inn­ar er framsal stærstu eig­enda Sam­herja á 84,5% hluta­fjár fé­lags­ins til barna sinna.

Þór­hild­ur Sunna sagði gjörn­ing eig­end­anna hafa vakið undr­un og eft­ir­tekt í sam­fé­lag­inu. „Margt er enn á huldu um eðli þess­ara viðskipta og greiðslna á þess­um arfi, fyr­ir­fram­greidda arfi, eins og talað hef­ur verið um. Sömu­leiðis vek­ur þessi eigna­til­færsla upp tor­tryggni vegna þess að rann­sókn á meint­um mútu­greiðslum Sam­herja í Namib­íu stend­ur enn yfir,“ sagði hún.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra sagði að frum­varp sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra um bætt eft­ir­lit með fisk­veiðiauðlind­inni sé boðað á haustþingi.

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hafði boðað að hann myndi leggja fram frum­varp ein­göngu um tengda aðila en hvarf frá því vegna þess að nefnd sem hef­ur unnið að bættu eft­ir­liti með fisk­veiðiauðlind­inni skil­ar ekki af sér fyrr en í maí. Hef­ur það dreg­ist meðal ann­ars út af kór­ónu­veirunni, að því er Katrín greindi frá.

Katrín minnt­ist einnig á að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in falli und­ir frum­varp sem ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra hef­ur lagt fram og er í nefnd. Það frum­varp snýst um rík­ari upp­lýs­inga­skyldu hlut­falls­lega stórra fyr­ir­tækja sem geta haft mik­il kerf­is­læg áhrif í ís­lensku at­vinnu­lífi.

mbl.is