Stefnt að daglegu flugi til lykilstaða

Nýhöfn. Búast má við að flug til Kaupmannahafnar hefjist fyrst.
Nýhöfn. Búast má við að flug til Kaupmannahafnar hefjist fyrst. mbl.is/Ómar Óskarsson

Enn er óvissa um hvernig flugi til lands­ins og frá verður háttað eft­ir að landa­mæri Íslands verða opnuð 15. júní næst­kom­andi. Fram­kvæmda­stjóri hjá Icelanda­ir seg­ir að draum­ur­inn sé að koma á dag­legu flugi til nokk­urra lyk­ilstaða í Evr­ópu en ástandið sé viðkvæmt og enn ekki ljóst hversu hratt það geti gerst.

Birna Ósk Ein­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri sölu- og þjón­ustu­sviðs Icelanda­ir, seg­ir að fé­lagið hafi áhuga á að fljúga sem mest en eft­ir­spurn­in verði að ráða. Selt sé í flug í leiðakerfi fé­lags­ins og unnið með dreififyr­ir­tækj­um í öll­um lönd­un­um en það ráðist af þróun mála hvert hægt verði að fljúga.

Hún seg­ir að nokkr­ir hóp­ar ferðalanga séu til­bún­ir að ferðast um leið og lönd­in opn­ast en bú­ast megi við að aðrir hafi ekki efni á því vegna efna­hags­legra af­leiðinga kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. „Erfitt er að gera áætlan­ir í þessu ástandi. Við get­um hreyft okk­ur hratt og mun­um gera það þegar við finn­um að ferðavilji og áhugi er kom­inn úr báðum átt­um á því að fljúga,“ seg­ir Birna Ósk.

Von­ast eft­ir já­kvæðum frétt­um

Áhugi er á því hjá Icelanda­ir að hefja dag­legt flug til lyk­ilstaða sem fyrst eft­ir 15. júní. Birna nefn­ir Kaup­manna­höfn, Ósló, Frankfurt og Berlín og síðan Amster­dam fljót­lega eft­ir það. Meiri óvissa er með Stokk­hólm og Lund­ún­ir. Lönd­in hafa ekki opnað dyr sín­ar enn sem komið er en reiknað er með já­kvæðum frétt­um á næst­unni. Til dæm­is er von­ast eft­ir frjálsri för milli Norður­land­anna, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um áform þessi í Morg­un­blaðinu í dag.

Þar seg­ir að þeir sem keypt hafa miða í flug sem fellt er niður geti bókað nýtt flug, fengið inn­eign eða end­ur­greiðslu. Birna seg­ir að það muni gilda áfram, á meðan fólk er að fá aft­ur traust á ferðalög­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: