Verð sjávarafurða í sögulegu hámarki

Útflutningsverðmæti þorsks jókst um 5% þrátt fyrir að útflutt magn …
Útflutningsverðmæti þorsks jókst um 5% þrátt fyrir að útflutt magn hafi aðeins aukist um 0,1%. mbl.is/Sigurður Bogi

„Verð ís­lenskra sjáv­ar­af­urða mælt í er­lendri mynt hef­ur verið í hækk­un­ar­fasa und­an­far­in miss­eri. Verðið hélt áfram að hækka á fyrsta árs­fjórðungi þessa árs og hef­ur hækkað sam­fleytt 10 fjórðunga í röð,“ seg­ir í nýrri Hag­sjá Lands­bank­ans. Þar seg­ir að verð hafi lækkað síðast milli ann­ars og þriðja árs­fjórðungs 2017.

Verðhækk­un­in á fyrsta árs­fjórðungi nam 0,7% miðað við fjórða fjórðung síðasta árs. Verð sjáv­ar­af­urða í er­lendri mynt er því nú í sögu­legu há­marki.

Mun minna magn

Fram kem­ur að út­flutn­ing­ur á sjáv­ar­af­urðum nam 63,9 millj­örðum króna á fyrsta árs­fjórðungi borið sam­an við 66,5 millj­arða króna á sama tíma­bili í fyrra, á föstu gengi. Sam­drátt­ur­inn var því 2,7 millj­arðar eða 4%.

Helsta skýr­ing­in á sam­drætt­in­um er að út­flutn­ings­verðmæti loðnu dróst sam­an um 2,2 millj­arða króna, eða um 76%, milli ára. Sam­drátt­ur­inn verður þrátt fyr­ir að loðnu­brest­ur sé nú annað árið í röð sök­um þess að í fyrra voru til meiri birgðir af loðnu­af­urðum frá fyrra ári. „Birgðirn­ar eru mun minni nú og út­flutn­ing­ur þess vegna minni en í fyrra.“

Útflutn­ing­ur á síld dróst sam­an um 1,2 millj­arða eða um þriðjung og má nær ein­göngu skýra með minni út­flutn­ingi í tonn­um talið. Einnig dróst sam­an út­flutn­ing­ur á ýsu og nam sam­drátt­ur­inn um 1,1 millj­arði króna, en út­flutn­ings­verðmætið var tæp­lega 19% minna milli ára þrátt fyr­ir að út­flutt magn dræg­ist sam­an um fjórðung.

„Mesta verðmæta­aukn­ing­in var í út­flutn­ingi á þorski og jókst út­flutn­ing­ur um 1,8 millj­arða eða 5% þrátt fyr­ir að út­flutt magn hafi aðeins auk­ist um 0,1%.

mbl.is