150 sumarstörf í HR

Hægt er að senda inn starfsumsóknir til og með 5. …
Hægt er að senda inn starfsumsóknir til og með 5. júní.

Há­skól­inn í Reykja­vík hef­ur opnað fyr­ir um­sókn­ir um 150 ný sum­arstörf við skól­ann. Í til­kynn­ingu frá há­skól­an­um seg­ir að sum­arstörf­in séu mjög fjöl­breytt og að all­ar aka­demísk­ar deild­ir skól­ans óski eft­ir starfs­kröft­um há­skóla­nema til þess að aðstoða við ný­sköp­un í kennslu með þróun kennslu­efn­is og kennsluaðferða og við fjöl­breytt­ar rann­sókn­ir.

„Mikið er um störf sem tengj­ast tölv­un­ar­fræði, eins og til dæm­is við for­rit­un, gerð smá­for­rita og þróun not­endaviðmóts. Einnig má nefna aðstoð við sta­f­ræna ís­lensku hjá Mál- og radd­tækni­stofu HR sem ný­lega stóð fyr­ir hinni vin­sælu Lestr­ar­keppni grunn­skól­anna í sam­starfi við Al­mannaróm. Óskað er eft­ir tveim­ur starfs­mönn­um í fjöl­breytt starf við ný­stofnað Svefn­set­ur HR, meðal ann­ars fyr­ir und­ir­bún­ings­vinnu fyr­ir svefn­rann­sókn­ir. Einnig má nefna rann­sókn­ir á þróun vél­námsaðferða, notk­un minn­is­prófa vegna heilaskaða, hermilíkön­um, af­leiðing­um heila­hrist­ings, bálka­keðjum og hag­fræðirann­sókn­ir. Störf sem tengj­ast starf­semi Há­skól­ans í Reykja­vík og veita jafn­framt dýr­mæta reynslu eru til dæm­is við markaðsmál, vef­mæl­ing­ar og mannauðsmál.“

Hægt er að senda inn starfs­um­sókn­ir til og með 5. júní. Flest störf hefjast 10. júní og er starfs­tíma­bilið tveir mánuðir. Störf­in eru hluti af at­vinnu­átaki Fé­lags­málaráðuneyt­is­ins, Vinnu­mála­stofn­un­ar og Há­skól­ans í Reykja­vík og eru sér­stak­lega ætluð nem­um, 18 ára og eldri.

 Hægt að skoða störf­in eft­ir deild­um og sækja um hér.

mbl.is