Fjárfestu í vigtunarbúnaði fyrir 100 milljónir

Nýi vigtunarbúnaðurinn ásamt skiljubúnaði fyrir sjó. Færibandið fremst á myndinni …
Nýi vigtunarbúnaðurinn ásamt skiljubúnaði fyrir sjó. Færibandið fremst á myndinni er til að taka prufur svo unnt sé að sjá aflasamsetningu. Ljósmynd/Smári Geirsson

Unnið er að upp­setn­ingu nýs vigt­un­ar­búnaðar í fiskiðju­veri Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað. Nýi búnaður­inn vigt­ar afla upp­sjáv­ar­skip­anna strax og hann kem­ur á land, áður en hann fer inn á flokk­ara, að því er fram kem­ur á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Fram kem­ur að aðferðafræðin við vigt­un­ina sé sam­bæri­leg þeirri sem tíðkast víða er­lend­is, til að mynda í Nor­egi, Dan­mörku og Fær­eyj­um. Búnaður­inn er fram­leidd­ur af Mar­el og danska fyr­ir­tæk­inu Hillers­lev og nem­ur fjár­fest­ing­in um 100 millj­ón­um króna. Þá er upp­setn­ing­in langt á veg kom­in og er gert ráð fyr­ir að búnaður­inn verði til­bú­inn til notk­un­ar þegar mak­ríl­vertíð hefst um mánaðamót­in júní/​júlí.

„Með til­komu þessa nýja vigt­un­ar­búnaðar verður fiskiðju­verið eina upp­sjáv­ar­vinnsl­an á land­inu sem vigt­ar all­an afla áður en vinnslu­fer­ill hefst, en flest­ar vinnsl­ur byggja á afurðavigt­un. Búnaður­inn er mjög vandaður og höf­um við fulla trú á að hann muni virka vel. Með til­komu þessa nýja búnaðar er unnt að dæla fiskn­um í land með meiri sjó en ella og það minnk­ar álagið á fisk­in­um í dæl­ing­unni og fer því bet­ur með hann. Búnaður­inn mun því leiða af sér auk­in fram­leiðslu­gæði,“ seg­ir Jón Már Jóns­son, yf­ir­maður land­vinnslu hjá Síld­ar­vinnsl­unni.

mbl.is