Capacent gjaldþrota

Halldór Þorkelsson framkvæmdastjóri Capacent.
Halldór Þorkelsson framkvæmdastjóri Capacent. Kristinn Magnússon

Ráðgjafa­fyr­ir­tækið Capacent mun óska eft­ir gjaldþrota­skipt­um á morg­un, en síðasti starfs­dag­ur fyr­ir­tæk­is­ins var í dag, að því er heim­ild­ir Vís­is herma og Viðskipta­blaðið hef­ur fengið staðfest.

Um fimm­tíu starfa hjá fyr­ir­tæk­inu, meiri­hluti ráðgjaf­ar við ráðning­ar og stefnu­mót­un, en þeir eru sagðir hafa fengið að vita af rekstr­ar­erfiðleik­um fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir tíu dög­um.

Capacent var upp­haf­lega stofnað árið 1983 í Svíþjóð, en fé­lagið hef­ur verið með skrif­stof­ur þar í landi, á Íslandi og í Finn­landi.

Ekki náðist í Hall­dór Þorkels­son, fram­kvæmda­stjóra Capacent.

mbl.is