37 þúsund fengið bætur í gegnum hlutastarfaleið

Vinnumálastofnun.
Vinnumálastofnun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúm­lega 37 þúsund manns hafa fengið at­vinnu­leys­is­bæt­ur í gegn­um hlutastar­fa­leiðina svo­kölluðu og starfa þeir hjá 6.436 vinnu­veit­end­um. Heild­ar­kostnaður rík­is­sjóðs vegna þessa stefn­ir í að verða ná­lægt 31 millj­arði króna á þessu ári.

Þetta kem­ur fram í niður­stöðu út­tekt­ar Rík­is­end­ur­skoðunar á hlutastar­fa­leiðinni, sem eru at­vinnu­leys­is­bæt­ur greidd­ar launa­mönn­um vegna minnkaðs starfs­hlut­falls.

Aukið at­vinnu­leysi al­mennt og hlutastar­fa­leiðin gera það að verk­um að út­gjöld At­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðs gætu orðið allt að 84 millj­arðar króna á ár­inu. Er það 56 millj­örðum krón­um hærra en áætlað var í upp­hafi þessa árs.

Fjölmörg fyrirtæki hafa nýtt sér hlutastarfaleiðina vegna kórónuveirunnar.
Fjöl­mörg fyr­ir­tæki hafa nýtt sér hlutastar­fa­leiðina vegna kór­ónu­veirunn­ar. Ljós­mynd/​Land­spít­al­inn/Þ​orkell Þorkels­son

„Rík­is­end­ur­skoðun bend­ir á að ein­stak­lega erfiðar aðstæður sem vart eiga sér hliðstæðu hafi kallað á skjót­ar aðgerðir stjórn­valda til að styðja við launa­fólk í land­inu og vinnu­veit­end­ur þess. Allt að einu er ljóst að úrræðið er opið og mik­il­vægt að um­gjörð þess sé gerð skýr­ari en verið hef­ur. Þá þarf eft­ir­lit með notk­un þess að verða skil­virk­ara en verið hef­ur,“ seg­ir í til­kynn­ingu stofn­un­ar­inn­ar.

„Er út­tekt þessi hluti af nýj­um áhersl­um Rík­is­end­ur­skoðunar sem fel­ast í auknu sam­tíma­eft­ir­liti með fjár­reiðum rík­is­ins og hvernig ráðstöf­un og meðferð op­in­bers fjár er háttað.“

Skúli Eggert Þórðarsson ríkisendurskoðandi.
Skúli Eggert Þórðars­son rík­is­end­ur­skoðandi. mbl.is/​​Hari
mbl.is