7% atvinnuleysi samkvæmt Hagstofu

Hagstofa Íslands.
Hagstofa Íslands. Ljósmynd/Hagstofa Íslands

Óleiðrétt at­vinnu­leysi mæld­ist 7% í apríl sam­kvæmt vinnu­markaðsrann­sókn Hag­stofu Íslands en líkt og fram hef­ur komið fór heild­ar­at­vinnu­leysi í 17,8% sam­an­lagt, þ.e. 7,5% at­vinnu­leysi í al­menna bóta­kerf­inu og 10,3% vegna minnkaða starfs­hlut­falls­ins í apríl.

At­vinnu­leysi jókst mjög mikið í apr­íl­mánuði þegar flest­ir þeirra sem skráðu sig í minnkað starfs­hlut­fall í kjöl­far COVID-far­ald­urs­ins, eða 33.637 manns alls, komu af full­um þunga inn í at­vinnu­leys­istöl­ur. Heild­ar­at­vinnu­leysi fór í 17,8% sam­an­lagt, þ.e. 7,5% at­vinnu­leysi í al­menna bóta­kerf­inu og 10,3% vegna minnkaða starfs­hlut­falls­ins. At­vinnu­leysið í al­menna kerf­inu jókst úr 5,7% í 7,5% og vegna minnkaða starfs­hlut­falls­ins úr 3,5% í 10,3% sam­kvæmt Vinnu­mála­stofn­un.

„Sam­kvæmt óleiðréttri mæl­ingu vinnu­markaðsrann­sókn­ar Hag­stof­unn­ar er áætlað að um 195.000 (± 6.300) manns á aldr­in­um 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnu­markaði í apríl 2020, sem jafn­gild­ir 75,8% (±2,4) at­vinnuþátt­töku. Af vinnu­afl­inu er áætlað að um 181.200 (±4.600) manns hafi verið starf­andi, en 13.700 (±2.800) án vinnu og í at­vinnu­leit. Áætlað hlut­fall starf­andi af mann­fjölda var 70,5% (±2,5) á meðan óleiðrétt at­vinnu­leysi mæld­ist 7,0% (±1,4),“ seg­ir á vef Hag­stofu Íslands.

Aldrei færri unn­ar vinnu­stund­ir frá upp­hafi mæl­inga

Þá hafa óleiðrétt­ar unn­ar vinnu­stund­ir aldrei mælst færri í sögu sam­felldr­ar vinnu­markaðsrann­sókn­ar frá 2003 eða um 34,8 stund­ir. Hið sama á við um mæl­ing­ar á at­vinnuþátt­töku og hlut­falli starf­andi sem hafa aldrei verið lægri síðan 2003.

„Þegar á heild­ina er litið eru áhrif COVID-19 á ís­lensk­an vinnu­markað því greini­leg í apríl. Óleiðrétt­ar mæl­ing­ar benda til þess að fjöldi utan vinnu­markaðar hafi auk­ist í apríl um leið og at­vinnu­leysi jókst og unn­um stund­um fækkaði. Sam­an­b­urður við apríl 2019 leiðir í ljós að at­vinnu­leysi hef­ur auk­ist um 3 pró­sentu­stig milli ára en hlut­fall starf­andi lækkað um 8,8 pró­sentu­stig og at­vinnuþátt­taka um 6,8 pró­sentu­stig.

Fjöldi at­vinnu­lausra í apríl var um 11.300 sam­kvæmt árstíðaleiðrétt­um töl­um eða 5,3% af vinnu­afl­inu. Árstíðarleiðrétt at­vinnuþátt­taka var 75,4% á meðan árstíðarleiðrétt hlut­fall starf­andi var 70,2%. Árstíðarleiðrétt at­vinnuþátt­taka hef­ur lækkað um 5,1 pró­sentu­stig síðustu 6 mánuði en hlut­fall starf­andi dreg­ist sam­an um 7,2 pró­sentu­stig,“ seg­ir á vef Hag­stofu Íslands.

mbl.is