EasyJet segir upp 30% starfsfólks

AFP

Breska flug­fé­lagið Ea­syJet mun segja upp 4.500 starfs­mönn­um eða 30% af starfs­fólki fé­lags­ins vegna minnk­andi eft­ir­spurn­ar af völd­um kór­ónu­veirunn­ar.

Í til­kynn­ingu frá flug­fé­lag­inu kem­ur fram að Ea­syJet muni fljót­lega hefja aðgerðir sem miða að því að fækka starfs­fólki um 30%. Upp­sagn­irn­ar eru liður í að laga rekst­ur fé­lags­ins að aðstæðum í dag þar sem stór hluti áætl­un­ar­flugs ligg­ur niðri.

Talsmaður fé­lags­ins seg­ir að upp­sagn­irn­ar snerti 4.500 af 15 þúsund starfs­mönn­um fé­lags­ins.

mbl.is