Féllu frá frumvarpi um myndavélaeftirlit

Hafnarsambandinu þótti of langt gengið að skylda hafnir til að …
Hafnarsambandinu þótti of langt gengið að skylda hafnir til að hafa rafrænt eftirlit með löndun. Hér er boltaþorski landað á Raufarhöfn.

Yf­ir­völd virðast hafa fallið frá áform­um um mynda­véla­eft­ir­lit með fisk­veiðum ef marka má niður­stöðu sam­ráðs vegna frum­varps til laga um mynda­véla­eft­ir­lit í sjáv­ar­út­vegi sem birt var á sam­ráðsgátt stjórn­valda á þriðju­dag, en frum­varpið var fyrst kynnt árið 2018.

Í niður­stöðum er aðeins rak­in afstaða um­sagnaraðila og sagt að „frum­varpið var aldrei lagt fyr­ir rík­is­stjórn“. Fjór­ar um­sagn­ir bár­ust vegna frum­varps­ins þegar það var kynnt og lögðust Sam­tök at­vinnu­lífs­ins, Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi og Lands­sam­band smá­báta­eig­inda gegn því að tekið væri upp ra­f­rænt eft­ir­lit með fisk­veiðum. Töldu þessi sam­tök mynda­vél­ar um borð vera of íþyngj­andi, auk þess sem efa­semd­ir voru um að þessi aðferð sam­ræmd­ist lög­um um per­sónu­vernd. Í um­sögn Hafn­ar­sam­bands­ins kom fram að þeim þótti of langt gengið að skylda hafn­ir til að hafa ra­f­rænt eft­ir­lit með lönd­un.

Enn til um­fjöll­un­ar

Fram kem­ur í svari at­vinnu­vegaráðuneyt­is­ins við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins að málið sé enn til um­fjöll­un­ar þrátt fyr­ir að fallið hafi verið frá frum­varp­inu.Vísað er til skýrslu Ríkiend­ur­skoðunar um eft­ir­lit Fiski­stofu og starf verk­efn­is­stjórn­ar um sama mál. „Gera má ráð fyr­ir að verk­efn­is­stjórn­in skili af sér skýrslu um eft­ir­lit Fiski­stofu inn­an ekki mjög langs tíma, en þar verður vænt­an­lega fjallað m.a. um beit­ingu nýrr­ar tækni við fisk­veiðieft­ir­lit.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: