Fjórtán sagt upp hjá Birtíngi

Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Birtíngs.
Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Birtíngs.

Fjór­tán starfs­mönn­um hef­ur verið sagt upp hjá út­gáfu­fé­lag­inu Birtíngi. Upp­sagn­irn­ar ná þvert á deild­ir fyr­ir­tæk­is­ins að því er fram kem­ur í frétt Mann­lífsBirtíng­ur er meðal fjöl­miðlafyr­ir­tækja sem nýttu sér hluta­bóta­leið stjórn­valda. 

Birtíng­ur hef­ur verið starf­andi frá ár­inu 1967 og gef­ur út fríblaðið Mann­líf auk tíma­rit­anna Vik­unn­ar, Gest­gjaf­ans og Húsa og hýbíla. Þá held­ur fé­lagið úti vefn­um mann­lif.is. 

Skipu­lags­breyt­ing­ar og hagræðing í rekstri eru sagðar ástæður upp­sagn­anna. „Rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla hef­ur verið erfitt um langt skeið og nú­ver­andi efna­hags­lægð hafi mik­il áhrif á aug­lýs­ing­ar fyr­ir­tækja sem leiði af sér minni tekj­ur. Þá er áfram óvissa um út­hlut­un fjöl­miðlastyrks og horf­ur efna­hags­mála á kom­andi mánuðum,“ er haft eft­ir Sig­ríði Dag­nýju Sig­ur­björns­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Birtíngs. 

Hún von­ar að um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla komi til með að styrkj­ast á næstu miss­er­um. Hún seg­ir stærð og um­svif RÚV á aug­lýs­inga­markaði ásamt sam­drætti í efna­hags­mál­um þvinga fjöl­miðlafyr­ir­tæki til hagræðing­ar og fækk­un­ar starfa.

mbl.is