„Mikið högg að fá þessi tíðindi“

00:00
00:00

„Þetta var auðvitað mikið högg að fá þessi tíðindi og sér­stak­lega hversu marg­ir það voru sem misstu vinn­una,“ seg­ir Fann­ar Jónas­son, bæj­ar­stjóri Grinda­vík­ur, en um fjórðung­ur þeirra sem misstu vinn­una eru bú­sett­ir í bæj­ar­fé­lag­inu. Hann seg­ir ekki hlaupið að því að skapa störf fyr­ir slík­an fjölda en bær­inn sé þó vel stadd­ur fjár­hags­lega og mun­ar þar mest um stöðu hans sem einn öfl­ug­asti út­gerðarbær á land­inu.

Mikið af af­leiddri starf­semi Bláa lóns­ins er í Grinda­vík og því hef­ur stöðvun starf­sem­inn­ar og ferðaþjón­ust­unn­ar í heild vita­skuld haft mik­il áhrif á at­vinnu­rekst­ur í bæj­ar­fé­lag­inu. Bær­inn hafi því mætt ástand­inu með því að tryggja öll­um fram­halds­skóla­nem­um og há­skóla­nem­um í bæn­um störf í sum­ar.

Í mynd­skeiðinu er rætt við Fann­ar um upp­sagn­irn­ar í Bláa lón­inu í morg­un.

mbl.is