Samherji hafi sett „Íslandsmet í arfi“

„Með tímabindingu úthlutunar aflaheimilda gætum við komið í veg fyrir …
„Með tímabindingu úthlutunar aflaheimilda gætum við komið í veg fyrir það að það sé hægt að færa þessar aflaheimildir milli kynslóða með þessum hætti,“ sagði Logi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þing­mönn­um varð heitt í hamsi í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í morg­un þegar Logi Ein­ars­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurði Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, út í eigna­söfn­un stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja lands­ins og átti þar sér­stak­lega við Sam­herja og þann arf sem eig­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins ný­lega greiddu af­kom­end­um sín­um fyr­ir fram.

„Nú á dög­un­um var sett Íslands­met í arfi þar sem upp­safnaður hagnaður af sam­eig­in­leg­um auðlind­um þjóðar­inn­ar var af­hent­ur nýrri kyn­slóð. Um er að ræða mestu til­færslu á verðmæt­um milli kyn­slóða í ís­lenskri út­gerðar­sögu af tak­markaðri auðlind okk­ar,“ sagði Logi og spurði Kristján hvort hon­um þætti þetta eðli­legt, sann­gjarnt og heil­brigt. 

Kristján sagði að mál Samherja hefði ekki komið inn á …
Kristján sagði að mál Sam­herja hefði ekki komið inn á hans borð og hann heyrt af því í fjöl­miðlum. Hon­um þætti þó ekk­ert eðli­legt við það „að fjár­mun­um sé mokað út úr til­tek­inni at­vinnu­grein ef þannig hátt­ar til“. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Gjald­taka á sjáv­ar­út­veg per­sónu­bundið mat

„Við get­um alltaf deilt um það hvort gjald­taka og meðferð þess­ara mála sé eðli­leg og sann­gjörn. Það verður dá­lítið per­sónu­bundið mat hverju sinni. Í mín­um huga hef ég eng­an efa um það að fiski­miðin eru sam­eign ís­lensku þjóðar­inn­ar,“ sagði Kristján í svari sínu til Loga. 

Logi kom þá aft­ur upp í pontu og sagði að ekki væri nóg að það stæði í fisk­veiðistjórn­un­ar­lög­um að fisk­veiðimið Íslands væru sam­eign þjóðar­inn­ar þar sem greini­lega gætu ein­stak­ling­ar mokað út fjár­mun­um úr grein­inni. 

„Með tíma­bind­ingu út­hlut­un­ar afla­heim­ilda gæt­um við komið í veg fyr­ir það að það sé hægt að færa þess­ar afla­heim­ild­ir milli kyn­slóða með þess­um hætti,“ sagði Logi.

Kristján sagði að mál Sam­herja hefði ekki komið inn á hans borð og hann heyrt af því í fjöl­miðlum. Hon­um þætti þó ekk­ert eðli­legt við það „að fjár­mun­um sé mokað út úr til­tek­inni at­vinnu­grein ef þannig hátt­ar til“.

Inga Sæland spurði Kristján hvernig stæði á því að það …
Inga Sæ­land spurði Kristján hvernig stæði á því að það væri látið viðgang­ast að stór skip þurrki upp firðina og smá­báta­eig­end­ur geti því ekki nýtt sér þá til þess að fiska í vond­um veðrum. mbl.is/​Hari

Stór skip þurrki upp firði

Eft­ir fyr­ir­spurn­ina vildi Logi greini­lega halda áfram að ræða við Kristján um málið og þurfti Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, að biðja þá um að yf­ir­gefa sal­inn. 

„Hátt­virt­ir þing­menn verða að út­kljá þetta ein­hvers staðar ann­ars staðar en hérna í saln­um.“

Þá gagn­rýndi Inga Sæ­land, þingmaður Flokks fólks­ins, einnig söfn­un inn­an sjáv­ar­út­vegs­ins, þó söfn­un á fiski en ekki arði. Hún spurði Kristján hvernig stæði á því að það væri látið viðgang­ast að stór skip þurrki upp firðina og smá­báta­eig­end­ur geti því ekki nýtt sér firðina til þess að fiska í vond­um veðrum. Kristján svaraði því til að búið væri að skipta miðunum upp í svæði til að koma í veg fyr­ir ólymp­ísk­ar veiðar. Inga taldi að það dygði ekki til. 

mbl.is