„Við fáum ekki krónu endurgreidda“

Elísabet Agnarsdóttir, annar eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical.
Elísabet Agnarsdóttir, annar eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical. Ljósmynd/Aðsend

Ann­ar eig­andi ferðaskrif­stof­unn­ar Tripical seg­ir ferðaskrif­stof­una í „patt­stöðu“ eins og marg­ar aðrar ferðaskrif­stof­ur þessa dag­ana þar sem lög­gjöf hafi víða tekið gildi í Evr­ópu sem heim­ili ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækj­um að „end­ur­greiða“ viðskipta­vin­um sín­um, þar á meðal ferðaskrif­stof­un­um, með inn­eign­arnót­um vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru.

Þar sem slík lög­gjöf hef­ur ekki tekið gildi hér­lend­is eru ís­lensk­ar ferðaskrif­stof­ur skyldaðar til að end­ur­greiða viðskipta­vin­um sín­um 14 dög­um eft­ir að ferð er af­lýst en ekki þær evr­ópsku. Því hafa ís­lensk­ar ferðaskrif­stof­ur greitt háar fjár­hæðir er­lend­is fyr­ir viðskipta­vini sína sem þær geti ekki fengið end­ur­greidd­ar en þurfa samt sem áður að end­ur­greiða viðskipta­vin­um sín­um.

„Við erum búin að borga fullt af pen­ing­um úti um all­an heim en fáum bara inn­eign­arnót­ur og get­um nýtt þær seinna. Við fáum ekki krónu end­ur­greidda. Við erum búin að vera með lög­mann í að reyna að end­ur­heimta eitt­hvað en það hef­ur ekki tek­ist,“ seg­ir Elísa­bet Agn­ars­dótt­ir, ann­ar eig­enda Tripical.

Ferðin verði ekki far­in en hef­ur ekki verið af­lýst

mbl.is greindi frá því fyrr í dag að út­skrift­ar­nem­end­ur hjá Mennta­skól­an­um við Sund væru ósátt­ir með að Tripical hefði ekki end­ur­greitt þeim fyr­ir­hugaða út­skrift­ar­ferð sem átti að vera far­in 4. júní næst­kom­andi. Í frétt­inni kom fram að sam­skipta­leysi hafi verið á milli nem­enda og Tripical en Elísa­bet seg­ir það af og frá, það sé þó erfitt að gefa nem­end­um skýr svör á mikl­um óvissu­tím­um sem þess­um.

„Það eru all­ir meðvitaðir um að það á ekki að fara í þessa ferð. Við upp­lýs­um nefnd­irn­ar sem sjá um út­skrift­ar­ferðirn­ar stöðugt um leið og við vit­um eitt­hvað og þær upp­lýsa síðan nem­end­urna.“

Ferð MS hef­ur ekki verið af­lýst en Elísa­bet seg­ir þó ljóst að ferðin verði ekki far­in. Spurð hvers vegna ferðinni sé ekki ein­fald­lega af­lýst og þá end­ur­greidd inn­an 14 daga frá af­lýs­ingu eins og lög kveða á um seg­ir Elísa­bet:

„Ferðum í dag er bara af­lýst rétt áður en er farið þar sem það veit eng­inn hvernig ástandið verður. Við erum ekki að leyna neinu og það er al­veg á hreinu frá okk­ar hálfu því við þurf­um auðvitað bara að fara eft­ir lög­um og regl­um. Það eru all­ir upp­lýst­ir um hvernig það virk­ar svo það er eng­inn að reyna að fela neitt.“

Frum­varp um inn­eign­arnót­ur geti haft úr­slita­áhrif

Elísa­bet seg­ir að ferðaskrif­stof­ur bíði al­mennt eft­ir frum­varpi um að end­ur­greiða megi pakka­ferðir með inn­eign­arnót­um í stað end­ur­greiðslu í pen­ing­um. Það frum­varp geti haft úr­slita­áhrif á það hvort skrif­stof­urn­ar lifi far­ald­ur­inn af.

„Það eru all­ar ferðaskrif­stof­ur að bíða eft­ir frum­varp­inu og það er ekki kom­inn tími á end­ur­greiðslur hjá okk­ur, það er ekki fyrr en 14 dög­um eft­ir að ferðin átti að hefjast.“

Sam­kvæmt lög­um er neyt­end­um heim­ilt að afp­anta ferðir ef ófyr­ir­sjá­an­leg­ar aðstæður gera það nauðsyn­legt. Elísa­bet seg­ir að ein­hverj­ir hafi þegar gert það. Spurð hvort þeir fái þá end­ur­greitt inn­an fjór­tán daga frá því að þeir pöntuðu seg­ir Elísa­bet:

„Það er ekk­ert komið að því. Ef við för­um að end­ur­greiða öll­um þá fer fyr­ir­tækið bara í þrot á meðan við fáum ekk­ert til baka, ríkið ger­ir ekk­ert fyr­ir okk­ur og það er eng­inn sveigj­an­leiki með það.“ 

Bjóða upp á ferð til Hellu í staðinn

Elísa­bet seg­ir að eng­inn muni græða á því ef Tripical þurfi að end­ur­greiða öll­um og fari í þrot. Fyr­ir­tækið sé þó tryggt og viðskipta­vin­ir ættu ekki að tapa fjár­mun­um á því ef fyr­ir­tækið færi í þrot, það væri þó hvorki óskastaða fyr­ir eig­end­ur Tripical né viðskipta­vini sem þyrftu að fara í gegn­um tíma­frekt ferli til að fá end­ur­greiðslu úr gjaldþrota fyr­ir­tæki.

Tripical hef­ur boðið út­skrift­ar­nem­um upp á ferð inn­an land­stein­anna í stað utan þeirra sem nefn­ist Costa Del Hella. Þar verður boðið upp á svipaða afþrey­ingu og er að finna í út­skrift­ar­ferðum mennta­skóla­nema, þ.e. froðu/​togapartý, óvissu­ferð og lokapartý. Ferðin er ódýr­ari en ferðir ut­an­lands og stefna eig­end­ur Tripical á að end­ur­greiða mis­mun­inn með inn­eign­arnót­um.

mbl.is