Komi í veg fyrir mestu kjaraskerðingar síðari tíma

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ef frum­varp um fram­leng­ingu hluta­bóta­leiðar­inn­ar og greiðslu hluta launa á upp­sagna­fresti verða samþykkt á þing­inu í óbreyttri mynd gæti það leitt til mestu kjara­skerðing­ar síðari tíma með stuðningi lög­gjaf­ans, að mati ASÍ.

Í for­setap­istli Drífu Snæ­dal, for­seta ASÍ, kem­ur fram að ákvörðunum síðustu mánaða sé ætlað að tryggja lífs­kjör og koma í veg fyr­ir fjölda­gjaldþrot fyr­ir­tækja.

Það hef­ur komið mörg­um á óvart að verka­lýðshreyf­ing­in hef­ur stutt þá hug­mynd að skatt­fé okk­ar fari í greiðslu launa á upp­sagn­ar­fresti en for­send­ur þess eru að ell­egar færu þessi fyr­ir­tæki í þrot, starfs­fólk væri verr sett en áður (nú fær starfs­fólk upp­sagn­ar­frest­inn greidd­an áður en það þarf hugs­an­lega að leita í at­vinnu­leys­is­trygg­ing­ar) og gjaldþrota fyr­ir­tæki færu á bruna­út­sölu með til­heyr­andi tapi verðmæta,“ seg­ir Drífa í pistl­in­um.

Stuðning­ur­inn sé ekki skil­yrðis­laus:

Fyr­ir utan þau skil­yrði sem fyr­ir­tæki þurfa að upp­fylla og mikið hafa verið til um­fjöll­un­ar þá er það líka skil­yrði af okk­ar hálfu að þegar fyr­ir­tæk­in taka við sér, verði fólk end­ur­ráðið sam­kvæmt starfs­ald­urs­röð á sömu kjör­um og það var á. Við höf­um líka lagt áherslu á að fólk hafi tæki­færi til end­ur­mennt­un­ar á upp­sagn­ar­fresti.

ASÍ hef­ur sent þing­mönn­um bréf með ít­rekuðum kröf­um og átt milliliðalaus sam­töl við þing­menn. 

Ég ætl­ast til þess af þing­mönn­um og öll­um þeim sem geta látið rödd sína heyr­ast að þau tryggi að þetta stór­slys verði ekki að veru­leika,“ seg­ir Drífa.

mbl.is