Efnahagsástandið ekki verið verra í rúm 70 ár

Menn sjást hér ganga fram hjá veitingastað í miðborg Rómar …
Menn sjást hér ganga fram hjá veitingastað í miðborg Rómar sem hefur verið lokað. AFP

Kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hef­ur lagst þungt á ít­alskt efna­hags­líf en Ítal­ir standa frammi fyr­ir verstu efna­hags­örðug­leik­um frá seinni heims­styrj­öld­inni. 

Vænt­inga­vísi­tal­an í land­inu í maí, sem er þriðja stærsta hag­kerfi evru­svæðis­ins, hef­ur ekki verið lægri frá því ít­alska hag­stof­an hóf slík­ar mæl­ing­ar í mars árið 2005.

Con­fesercenti, sam­tök lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja, seg­ir að þetta vera slá­andi. Sam­tök­in segja að far­ald­ur­inn og krepp­an hafi sett fjöl­mörg fyr­ir­tæki í þrot, þá sér­stak­lega minni versl­an­ir og fyr­ir­tæki í ferðaþjón­ustu. 

Fé­lag­ar í sam­tök­un­um hafa sér­stak­lega mikl­ar áhyggj­ur af skorti á lausa­fé svo fyr­ir­tæki geti greitt ým­iss kon­ar kostnað og laun starfs­fólks. Þess er kraf­ist að stjórn­völd bregðist hratt við til að létta und­ir með at­vinnu­rek­end­um. 

Þau segja að það verði að draga úr allri skriffinnsku og ein­falda alla ferla, því mörg fyr­ir­tæki standi frammi fyr­ir því að geta ekki haldið áfram verði ekki gripið til aðgerða þegar í stað. 

Ítalska rík­is­stjórn­in gagn­rýndi í síðustu viku banka­stofn­an­ir í land­inu fyr­ir að bregðast of hægt við ástand­inu. Tals­menn bank­anna segja aft­ur á móti að þeir hafi þegar af­greitt yfir 400.000 lána­beiðnir að and­virði 18 millj­arða evra, sem jafn­gild­ir um 2.700 millj­örðum kr. 

mbl.is