„Líta ekki á þetta sem endapunkt“

00:00
00:00

„Flest­ir líta ekki á þetta sem ein­hvern enda­punkt,“ seg­ir Guðbjörg Krist­manns­dótt­ir, formaður eins stærsta verka­lýðsfé­lags á Suður­nesj­um þar sem höggið vegna kór­ónukrepp­unn­ar hef­ur verið hvað verst. Fólk haldi ró sinni í þeirri von að ástandið muni breyt­ast til hins betra.

Fyr­ir­tæk­in hagi segl­um sín­um einnig þannig og standi flest vel að hópupp­sögn­un­um. Enda sé víðast hvar vilji til þess að fá fólk aft­ur til vinnu þegar fer að rofa til í efna­hags­líf­inu.  

Guðbjörg hef­ur verið formaður VSFK, eða Verka­lýðs- og sjó­manna­fé­lags Kefla­vík­ur, í rúmt ár og er að tak­ast á við einn mesta mót­byr sem ís­lenskt at­vinnu­líf hef­ur lent í, eft­ir skamm­an tíma í for­manns­sæt­inu. Hún seg­ir fólk eðli­lega leita mikið til fé­lags­ins á þess­um tím­um en tek­ur fram að það sé ró­legt, sem sé oft ekki raun­in þegar fólk missi vinn­una.  

mbl.is