Lufthansa flýgur aftur til Íslands

Flugvélar frá Lufthansa lenda í Keflavík í næsta mánuði.
Flugvélar frá Lufthansa lenda í Keflavík í næsta mánuði. AFP

Þýska flug­fé­lagið Luft­hansa mun hefja flug til Íslands á ný í byrj­un næsta mánaðar en fyrst um sinn verður flogið tvisvar í viku frá Frankfurt og viku­lega frá München.

Greint er frá áætl­un­um flug­fé­lags­ins á vef Túrista.

Flogið verður á þriðju­dög­um og föstu­dög­um til og frá Frankfurt og á laug­ar­dög­um til og frá München.

mbl.is