Skortur á fyrirsjáanleika vandamál

Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri.
Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. mbl.is/Eggert

Fyr­ir­tæki í ferðaþjón­ust­unni eiga erfitt með að skipu­leggja sig fram í tím­ann og taka þátt í end­ur­reisn grein­ar­inn­ar vegna þess að fyr­ir­sjá­an­leiki er ekki fyr­ir hendi.

„Hann er gríðarlega mik­il­væg­ur fyr­ir ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki,“ seg­ir Skarp­héðinn Berg Stein­ars­son ferðamála­stjóri, spurður út í stöðu mála í grein­inni.

Fá svör í boði

Opna á landa­mær­in fyr­ir ferðamönn­um 15. júní með til­heyr­andi skimun og tveim­ur vik­um síðar verður staðan end­ur­met­in. Skarp­héðinn Berg seg­ir ekki mik­inn fyr­ir­sjá­an­leika í því og kveðst hafa heyrt í mörg­um fyr­ir­tækj­um í ferðaþjón­ust­unni sem hafa verið að fá fyr­ir­spurn­ir frá sín­um viðskipta­vin­um.

„Það vakti at­hygli þegar það var til­kynnt að það ætti að opna landið um miðjan júní. Þá tóku aðilar við sér er­lend­is upp á að huga að Íslands­ferð en núna höf­um við ekki mörg svör til að gefa mönn­um þegar verið að spyrja hvert fyr­ir­komu­lagið verður,“ grein­ir hann frá. Einu svör­in sem hafi feng­ist eru að það standi til að hafa fyr­ir­komu­lagið varðandi skiman­ir í sex mánuði.

Ferðamenn við Skógafoss í byrjun febrúar.
Ferðamenn við Skóga­foss í byrj­un fe­brú­ar. mbl.is/​Rax

„Menn geta hvergi heim­ilda“

Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, talaði ný­lega um að kostnaður við sýna­töku muni draga úr vilja ferðamanna til að heim­sækja Ísland. „Ef það er minni­hátt­ar gjald munu menn ekki láta það stoppa sig en ef það er orðið eitt­hvað al­vöru gjald mun það ör­ugg­lega hafa áhrif á ferðavilj­ann til Íslands,“ seg­ir Skarp­héðinn Berg en bæt­ir við að hann skilji ekki hvers vegna talað er um að eng­inn ferðavilji sé í heim­in­um vegna veirunn­ar. „Menn geta hvergi heim­ilda meðan menn gefa sér þá for­sendu.“

mbl.is