Nokkur myndbönd af lögregluofbeldi hafa komið upp á yfirborðið í tengslum við mótmæli vegna andláts George Floyd. Í borginni Buffalo í New York fylki var tveimur lögreglumönnum sagt upp störfum eftir að þeir sáust ýta hvítum eldri manni í jörðina með þeim afleiðingum að hann féll aftur fyrir sig og úr hnakka hans blæddi. Myndbandið er aðgengilegt hér að neðan.
Í New York borg var myndband tekið af lögreglumönnum sem fóru hörðum höndum um mótmælendur á sama tíma og þeir hlupu í burtu.
Fréttirnar af atvikunum bárust einungis klukkustundum eftir minningarathöfn um Floyd í Minneapilis þar sem hann lést eftir að lögreglumaður ýtti hné sínu í háls hans í tæpra níu mínútur.
Eins og áður hefur komið fram var morðið á Floyd einnig tekið upp á myndband og hefur atvikið vakið mikla reiði víða um heim. Þá hafa mótmæli gegn kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi í Bandaríkjunum staðið yfir um nokkurt skeið í Bandaríkjunum og heiminum öllu