Donald Trump Bandaríkjaforseti nefndi nafn George Floyds þegar hann skrifaði undir nýja skýrslu sem auðveldar litlum fyrirtækjum að fá lán.
„Við sáum öll hvað gerðist í síðustu viku. Við getum ekki látið slíkt gerast. Vonandi lítur George Floyd núna niður og segir að það sem er nú að gerast sé magnað. Þetta er frábær dagur fyrir hann. Þetta er frábært fyrir alla,“ sagði Trump og bætti við: „Þetta er frábær dagur hvað varðar jafnrétti.“
Andlát Floyd hefur vakið upp mikla reiði víða um heim. Þá hafa mótmæli gegn kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi í Bandaríkjunum staðið yfir um nokkurt skeið í Bandaríkjunum og víðar í heiminum. CNN greinir frá þessu.