Tugþúsundir komu saman á götum margra stærstu borga Bandaríkjanna í gærkvöld og nótt til að mótmæla drápinu á George Floyd og til að sýna samstöðu gegn óréttlæti sem svartir Bandaríkjamenn mæta.
Mótmælin fóru að mestu leyti friðsamlega fram en lögregla hafði girt af stórt svæði í kringum Hvíta húsið með hárri svartri járngirðingu.
Muriel Bowser, borgarstjóri Washington, bauð mótmælendur velkomna og sagði að fólkið hefði sent Donald Trump Bandaríkjaforseta skilaboð.
Much smaller crowd in D.C. than anticipated. National Guard, Secret Service, and D.C. Police have been doing a fantastic job. Thank you!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 7, 2020
Trump þakkaði lögreglu fyrir störf sín í nótt og sagði hana hafa staðið sig frábærlega. Hann bætti því við að mannfjöldinn sem kom saman í Washington væri minni en gert hafði verið ráð fyrir.