Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað að þjóðvarðlið hersins verði kallað frá höfuðborginni Washington. Frá þessu greinir hann á Twitter.
„Ég hef nýlega gefið skipun um að sveitir þjóðvarðliðsins skuli yfirgefa stræti Washington-borgar nú þegar allt eru undir fullkominni stjórn,“ sagði forsetinn á Twitter. „Þeir fara nú heim en geta komið fljótt aftur ef þörf er á. Mun færri mótmælendur létu sjá sig í gær en búist var við,“ bætti hann við.
Sex dagar eru síðan Trump gaf út að hann hygðist beita hernum til að binda endi á mótmæli sem brutust út í fjölda borga vegna dráps lögreglumanna á George Floyd.
I have just given an order for our National Guard to start the process of withdrawing from Washington, D.C., now that everything is under perfect control. They will be going home, but can quickly return, if needed. Far fewer protesters showed up last night than anticipated!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 7, 2020