Trump kallar þjóðvarðliðið frá Washington

Ekkert lát hefur verið á mótmælum gegn kynþáttafordómum í Bandaríkjunum …
Ekkert lát hefur verið á mótmælum gegn kynþáttafordómum í Bandaríkjunum síðustu daga. Þessi mynd er tekin í Washington í dag. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað að þjóðvarðlið hersins verði kallað frá höfuðborginni Washington. Frá þessu greinir hann á Twitter.

„Ég hef nýlega gefið skipun um að sveitir þjóðvarðliðsins skuli yfirgefa stræti Washington-borgar nú þegar allt eru undir fullkominni stjórn,“ sagði forsetinn á Twitter. „Þeir fara nú heim en geta komið fljótt aftur ef þörf er á. Mun færri mótmælendur létu sjá sig í gær en búist var við,“ bætti hann við.

Sex dagar eru síðan Trump gaf út að hann hygðist beita hernum til að binda endi á mótmæli sem brutust út í fjölda borga vegna dráps lögreglumanna á George Floyd.

mbl.is