Farþegum fækkaði um 99%

Farþegum fækkar um 99% á milli ára.
Farþegum fækkar um 99% á milli ára. mbl.is/Eggert

Heild­ar­fjöldi farþega hjá Icelanda­ir í maí var rúm­lega þrjú þúsund sam­an­borið við um 419 þúsund í fyrra. Fækkaði þeim um 99% á milli ára, á sama tíma og heild­ar­fram­boð minnkaði um 98%.

Farþegar hjá Air Ice­land Conn­ect voru tæp­lega sex þúsund í maí­mánuði og fækkaði um 77% á milli ára. Fram­boð minnkaði um 80%.

Þetta kem­ur fram í nýj­ustu flutn­inga­töl­um Icelanda­ir.

Bent er á að nær eng­in eft­ir­spurn hafi verið eft­ir alþjóðafarþega­flugi und­an­farna mánuði vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins og þeirra ferðatak­mark­ana sem hafa verið í gildi um all­an heim.

Icelanda­ir hafi þó lagt áherslu á að tryggja lág­marks­flug­sam­göng­ur til og frá land­inu í sam­starfi við stjórn­völd og jafn­framt viðhaldið frakt­flutn­ing­um sem hafi dreg­ist mun minna sam­an. Fé­lagið hafi einnig tekið að sér sér­verk­efni bæði í frakt- og leiguflugi.

Rúm­lega 50 frakt­flug með lækn­inga­vör­ur

Tekið er fram að seld­ir blokktím­ar í leiguflug­starf­semi fé­lags­ins dróg­ust sam­an um 21% á milli ára í maí­mánuði. Frakt­flutn­ing­ar dróg­ust í heild­ina sam­an um 20% á milli ára. Á helstu flutn­inga­leiðum hef­ur allt fram­boð verið að fullu nýtt og sam­drætti í farþega­flugi verið mætt með auka­ferðum af frakt­vél­um fé­lags­ins til Evr­ópu og Banda­ríkj­anna.

„Þannig hef­ur fé­lagið náð að tryggja út­flutn­ing og verðmæti sjáv­ar­af­urða og annarra út­flutn­ings­vara og flutt inn nauðsynja­vör­ur til Íslands. Þá hafa Icelanda­ir Cargo og Loft­leiðir Icelandic tekið að sér sér­verk­efni í frakt- og leiguflugi. Sem dæmi má nefna rúm­lega 50 frakt­flug í maí með lækn­inga- og hjúkr­un­ar­vör­ur frá Kína til Þýska­lands og Banda­ríkj­anna fyr­ir aðila í heil­brigðisþjón­ustu í Evr­ópu og Norður-Am­er­íku,“ seg­ir í til­kynn­ingu fé­lags­ins.

Bogi segir að ánægjulegt sé að sjá útsjónarsemi starfsfólks.
Bogi seg­ir að ánægju­legt sé að sjá út­sjón­ar­semi starfs­fólks. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Til­bú­in að bregðast hratt við

Haft er eft­ir Boga Nils Boga­syni, for­stjóra Icelanda­ir Group, að ánægju­legt sé að sjá út­sjón­ar­semi og dugnað starfs­fólks þvert á fyr­ir­tækið við að grípa þau tæki­færi sem gef­ist hafi, í þeirri stöðu sem nú ríki í alþjóðaflugi.

„Við höf­um tekið að okk­ur sér­verk­efni á sviði frakt­flutn­inga- og leiguflugs, sem eru óvenju­leg og flók­in í út­færslu, en all­ir hafa lagst á eitt að leysa. Árang­ur­inn end­ur­spegl­ast í flutn­inga­töl­um maí­mánaðar þar sem leigu- og frakt­flug dróst ein­ung­is sam­an um 20% á milli ára á meðan farþega­flug til og frá Íslandi og tengiflug yfir hafið voru í al­gjöru lág­marki.

Nú sjá­um við fram á að markaðir séu að opn­ast fyr­ir farþega­flug á ný og við von­umst til að geta hafið dag­legt flug til nokk­urra lyk­i­láfangastaða eft­ir 15. júní. Við erum til­bú­in að bregðast hratt við um leið og ferðatak­mörk­un­um verður aflétt og eft­ir­spurn­in tek­ur við sér.“

mbl.is