Frekari könnun á hæfi Kristjáns Þórs tilgangslaus

Kristján þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hef­ur engra hags­muna að gæta af Sam­herja eða tengd­um fé­lög­um í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga, hvorki fjár­hags­legra né per­sónu­legra. Frek­ari könn­un á hæfi hans er til­gangs­laus að mati meiri­hluta stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is.

Þetta kem­ur fram í bók­un sem Lín­eik Anna Sæv­ars­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og fram­sögumaður máls­ins um frum­kvæðis­at­hug­un á hæfi ráðherra, lagði fram á fundi nefnd­ar­inn­ar fyr­ir helgi og meiri­hluti henn­ar tók und­ir. Minni­hluti nefnd­ar­inn­ar er ósátt­ur með niður­stöðuna og vildi að Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata, tæki við fram­sögu máls­ins í stað Lín­eik­ar Önnu en meiri­hlut­inn hafnaði því.

Þrír þing­menn samþykktu á á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar 6. des­em­ber á síðasta ári að hefja frum­kvæðis­at­hug­un á hæfi Kristjáns Þórs gagn­vart út­gerðarfé­lag­inu Sam­herja. Sam­kvæmt þing­skap­ar­lög­um skal slík at­hug­un fara fram ef að minnsta kosti fjórðung­ur nefnd­ar­manna samþykk­ir.

Ekki til­efni til frek­ari um­fjöll­un­ar

Áður en frum­kvæðis­at­hug­un­in hófst mætti Kristján Þór á op­inn fund stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í janú­ar og svaraði spurn­ing­um um hæfi sitt. Málið var aft­ur rætt á fundi nefnd­ar­inn­ar í mars og var þá ákveðið að kalla sér­fræðinga til svara. Þeir ásamt öðrum gest­um komu svo fyr­ir nefnd­ina 4. júní og svöruðu spurn­ing­um nefnd­ar­manna. Eft­ir þann fund tel­ur meiri­hlut­inn enga ástæðu til að fjalla frek­ar um málið og í bók­un Lín­eik­ar seg­ir:

„Eft­ir um­fjöll­un nefnd­ar­inn­ar ligg­ur eft­ir­far­andi fyr­ir.
Sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra hef­ur engra hags­muna að gæta af Sam­herja eða tengd­um fé­lög­um í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga, hvorki fjár­hags­legra né per­sónu­legra. Sam­kvæmt lög­um met­ur ráðherra hæfi sitt sjálf­ur og ekk­ert hef­ur komið fram um að fram­kvæmd eða verklag á því mati hafi farið í bága við lög og regl­ur. Ég tel frek­ari könn­un til­gangs­lausa og tel ekki til­efni til frek­ari um­fjöll­un­ar um þessa frum­kvæðis­at­hug­un inn­an stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar.“

Und­ir bók­un­ina tóku Birg­ir Ármanns­son og Óli Björn Kára­son úr Sjálf­stæðis­flokkn­um, Þór­unn Eg­ils­dótt­ir úr Fram­sókn­ar­flokkn­um, Þor­steinn Sæ­munds­son úr Miðflokki og Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé úr Vinstri græn­um.

Málið ekki full­rann­sakað 

Þór­hild­ur Sunna lagði fram bók­un um að minni­hluti nefnd­ar­inn­ar telji málið ekki vera full­rann­sakað og hafi því óskað eft­ir frek­ari gesta­kom­um og frek­ari gagna­öfl­un.

„Afstaða meiri hlut­ans ber merki um van­v­irðingu fyr­ir rétt­ind­um og hlut­verki minni hlut­ans á þingi, ýtir und­ir grun­semd­ir um sam­trygg­ingu og leynd­ar­hyggju, lít­ilsvirðir sér­stakt eft­ir­lits­hlut­verk stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar og er til þess fall­in að veikja Alþingi og traust al­menn­ings á því,“ sagði þar og und­ir bók­un­ina tóku Andrés Ingi Jóns­son óháður þingmaður og Guðjón Brjáns­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Þá lagði Andrés Ingi fram til­lögu um að Þór­hild­ur Sunna tæki við fram­sögu máls­ins í stað Lín­eik­ar Önnu en til­lag­an var felld með sex at­kvæðum gegn þrem­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina