Einn var skotinn eftir að maður vopnaður byssu ók inn í hóp mótmælenda í bandarísku borginni Seattle í gærkvöldi þar sem fólk hafði safnast saman gegn kynþáttafordómum og lögregluofbeldi í Bandaríkjunum.
Karlmaður á þrítugsaldri var fluttur særður á slysadeild en ástand hans er sagt stöðugt.
So scary. SPD says this man drove into the crowd and as you can see, comes out with a gun. SFD says a 27yo man has been shot and is in stable condition. Suspect in custody, gun recovered. #Q13FOX pic.twitter.com/RGiqgJDflE
— Simone Del Rosario (@SimoneReports) June 8, 2020
Í myndskeiði frá sjónvarpsstöðinni Q13Fox má sjá vopnaðan karlmann stíga út úr bifreið og skjóta einu skoti í átt að mótmælanda.
Byssumaðurinn gengur síðan í átt að hópi mótmælenda áður en hann hverfur inn í hópinn.
Lögregla greindi frá því að vopnaður maður hefði verið handtekinn en ekki er talið að fleiri hafi orðið fyrir skoti.