Skaut mótmælanda í Seattle

Frá mótmælum í Seattle í gærkvöldi.
Frá mótmælum í Seattle í gærkvöldi. AFP

Einn var skotinn eftir að maður vopnaður byssu ók inn í hóp mótmælenda í bandarísku borginni Seattle í gærkvöldi þar sem fólk hafði safnast saman gegn kynþátta­for­dóm­um og lög­reglu­of­beldi í Banda­ríkj­un­um.

Karlmaður á þrítugsaldri var fluttur særður á slysadeild en ástand hans er sagt stöðugt.

Í myndskeiði frá sjónvarpsstöðinni Q13Fox má sjá vopnaðan karlmann stíga út úr bifreið og skjóta einu skoti í átt að mótmælanda.

Byssumaðurinn gengur síðan í átt að hópi mótmælenda áður en hann hverfur inn í hópinn.

Lögregla greindi frá því að vopnaður maður hefði verið handtekinn en ekki er talið að fleiri hafi orðið fyrir skoti.

mbl.is