Staðfestir nýtt 106 þúsund tonna áhættumat

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur staðfest tillögu Hafrannsóknastofnunar …
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur staðfest tillögu Hafrannsóknastofnunar að nýju áhættumati. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hef­ur staðfest til­lögu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar að nýju áhættumati vegna mögu­legr­ar erfðablönd­un­ar frá lax­eldi, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðsins. Það ger­ir ráð fyr­ir að heim­ilt sé að ala 106 þúsund tonn í sjó.

Fram kem­ur að „áhættumat erfðablönd­un­ar er sam­kvæmt lög­um um fisk­eldi skil­greint sem mat á því magni frjórra eld­islaxa sem strjúka úr eldi í sjó og vænta má að komi í ár þar sem villta laxa­stofna er að finna og metið er að erfðablönd­un eld­islax við villta nytja­stofna, að teknu til­liti til mót­vægisaðgerða, verði það mik­il að tíðni arf­gerða villtra stofna breyt­ist og valdi versn­andi hæfni stofn­gerða þeirra“.

Ný aðferð

Hið nýja áhættumat ger­ir ráð fyr­ir því að ala megi 106.500 tonn af laxi í sjó mælt í há­marks­líf­massa og fel­ur það í sér 20 pró­sent aukn­ingu á heim­ilu eldi frjórra laxa. Er þetta í sam­ræmi við ráðlegg­ing­ar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar sem kynnt­ar voru í mars, en ráðlegg­ing­arn­ar byggðust á nýrri aðferð við gerð áhættumats auk þess sem nú sé miðað við heild­ar­líf­massa en ekki fram­leiðslu­magn.

Fyrri áhættumat gerði ráð fyr­ir að há­marks­fram­leiðslu­magn yrði 71 þúsund tonn, yrði fyrra mat upp­reiknað með nýju aðferðinni myndi það gera ráð fyr­ir að há­marks­líf­massi í sjó yrði 88,75 þúsund tonn en það er það sem þarf til þess að hægt sé að fram­leiða 71 þúsund tonn.

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að há­marks­eld­is­magn á frjó­um laxi verði 64.500 tonn á Vest­fjörðum og 42.000 tonn á Aust­fjörðum. „Á Vest­fjörðum er stærsta breyt­ing­in sú að við end­ur­skoðað mat verður leyfi­legt að ala 12.000 tonn í Ísa­fjarðar­djúpi. Jafn­framt verður leyfi­legt að ala 2.500 tonn í Önund­arf­irði. Sam­kvæmt hinu staðfesta áhættumati verður eldi ekki stundað nær veiðiám í botni Ísa­fjarðar­djúps en sem nem­ur línu frá Ögur­nesi að Æðey og Hólma­sundi. Ef notuð eru 400 gramma seiði má auka há­marks­líf­massa í Ísa­fjarðar­djúpi í 14.000 tonn. Á Aust­fjörðum verður aukn­ing á há­marks­eldi um 60 pró­sent og kem­ur sú aukn­ing fram í Fá­skrúðsfirði, Reyðarf­irði og Seyðis­firði. Í Fá­skrúðsfirði og Reyðarf­irði er lagt til að há­marks­líf­massi geti orðið 14.000 og 18.000 tonn ef 400 gramma seiði eru sett út í kví­ar.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: