16% samdráttur í útflutningi sjávarfangs í maí

Verulega hefur dregið úr útflutningi sjávarafurða í maí.
Verulega hefur dregið úr útflutningi sjávarafurða í maí. AFP

Útflutn­ings­verðmæti sjáv­ar­af­urða nam 23,7 millj­örðum króna í maí og var því 16% minna en í sama mánuði í fyrra sam­kvæmt bráðabirgðatöl­um Hag­stofu Íslands, að því er fram kem­ur á Radarn­um, mæla­borði sjáv­ar­út­vegs­ins. Þar seg­ir að sam­drátt­ur­inn sé mun meiri í er­lendri mynt, eða um 26%. En gengi krón­unn­ar um 12% veik­ara í maí en í sama mánuði í fyrra.

„Þó ber að hafa í huga að í maí í fyrra var út­flutn­ing­ur á upp­sjáv­ar­af­urðum óvenju­mik­ill miðað við árs­tíma, aðallega á mak­ríl. Mak­ríll er að mestu veidd­ur síðla sum­ars og fram á haust og kann því að vera að töf hafi verið á af­hend­ingu á gögn­um og hann færður til bók­ar með út­flutn­ingi í maí. Því gæti sam­drátt­ur í út­flutn­ingi í maí á milli ára verið minni fyr­ir vikið, þó er erfitt að staðfesta slíkt.“

Átta millj­arða sam­drátt­ur

Fram kem­ur að út­flutn­ings­verðmæti sjáv­ar­af­urða á fyrstu fimm mánuðum árs­ins nam 104,7 millj­örðum króna, en var 112,5 millj­arðar á sama tíma­bili 2019. „Það er um 7% sam­drátt­ur í krón­um talið en um 14% í er­lendri mynt. Þetta rím­ar ágæt­lega við viku­legu töl­urn­ar sem Hag­stof­an hef­ur birt um vöru­skipti að und­an­förnu.“

Er talið að fram­tak Hag­stof­unn­ar að birta töl­ur viku­lega hafi reynst „afar gagn­legt, sér í lagi á þess­um óvissu­tím­um sem nú eru uppi.“

mbl.is