Eimskip sakað um að manna skip sín láglaunaáhöfnum

Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélag Íslands, skar Eimskip um að standa …
Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélag Íslands, skar Eimskip um að standa ekki við gerða samninga með því að manna skip sín með láglaunaáhöfnum. mbl.is/Arnþór Birkisson

Berg­ur Þorkels­son, formaður Sjó­manna­fé­lags Íslands, sak­ar Eim­skip um að í aukn­um mæli manna skip sín lág­launa­áhöfn­um og hafi þar með ekki staðið við gerða samn­inga um mönn­un flota síns þar sem kveðið er á um lág­marks­fjölda sjó­manna á ís­lensk­um kjör­um um borð í skip­um fé­lags­ins.

Seg­ir hann að Sjó­manna­fé­lagið þurfi að beita Eim­skipa­fé­lagið aukn­um þrýst­ingi ef fyr­ir­tækið hyggst ekki fara eft­ir ákvæðum í gild­andi kjara­samn­ing­um.

Þetta kom fram í viðtali við Berg í blaði 200 mílna sem fylgdi Morg­un­blaðinu um helg­ina.

Viðræður til rík­is­sátta­semj­ara

Spurður um stöðuna í kjaraviðræðum seg­ir Berg­ur að fé­lagið hafi vísað kjaraviðræðum vegna áhafn­ar Herjólfs til rík­is­sátta­semj­ara og hon­um sýn­ist að samn­ingaviðræður vegna haf­rann­sókna­skipa og varðskipa séu að fara sömu leið.

Um viðræður sjó­manna bend­ir Berg­ur á að samn­ingsaðilar hafi af­hent hvor­ir öðrum sín­ar kröf­ur og seg­ir formaður­inn kröf­ur sjó­manna ekki marg­ar. „Við erum með eina aðal­kröfu og telj­um hana ekki íþyngj­andi fyr­ir út­gerðar­menn. Þær eru að mestu að þeir fari eft­ir nú­gild­andi kjara­samn­ing­um sem kveða á um að út­gerðar­menn leiti eft­ir hæsta verði fyr­ir afl­ann. Útgerðar­menn hafa í hönd­um sér sölu afl­ans og eiga að tryggja hæsta gang­verð fyr­ir fisk­inn.“

Vís­ar hann meðal ann­ars til álykt­un­ar fé­lags­ins þar sem kraf­ist hef­ur verið að fram fari ít­ar­leg rann­sókn á verðmynd­un mak­ríls á ár­un­um 2012 til 2018. Var sú krafa gerð í fram­haldi af at­hug­un Verðlags­stofu skipta­verðs á vigt­ar- og ráðstöf­un­ar­skýrsl­um út­gerða sem reka land­vinnslu og bræðslu. Tel­ur fé­lagið að at­hug­un Verðlags­stofu skipta­verðs hafi leitt í ljós að verðlag sé „mikl­um mun hærra í Nor­egi þar sem það miðast við heims­markaðverð en á Íslandi. Hrá­efn­is­verð mak­ríls á árun-um 2012-2018 var að meðaltali 227% hærra í Nor­egi en á Íslandi,“ eins og það var orðað í álykt­un frá því í janú­ar. Var hún sam­in í sam­starfi við Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lag Grinda­vík­ur.

Þrengt að verk­falls­rétti sjó­manna

Spurður um skýr­ingu þess að ekki hafi gengið að semja á styttri tíma en raun ber vitni, svar­ar Berg­ur: „Það sama og venju­lega. Menn hafa ekki viljað skoða okk­ar kröf­ur. [...] Það er held­ur ekk­ert auðsótt fyr­ir okk­ur að sækja okk­ar kröf­ur frek­ar en fyrri dag­inn. Það er búið að geng­is­fella verk­falls­rétt sjó­manna þegar und­an­tekn­ing­ar­laust eru sett lög á sjó­menn þegar þeir fara í verk­fall til þess að ná sín­um kröf­um í gegn.“

Formaður­inn tel­ur eðli­legt í ljósi for­sög­unn­ar að til­efni sé til þess að skoða leiðir til þess að vernda bet­ur verk­falls­rétt sjó­manna í lög­um. „Ég held að stjórn­völd verði að koma að með ein­hverj­um hætti, frek­ar en að setja lög á sjó­menn.“

Tel­ur leynd yfir gögn­um

„Sjó­menn eru á afla­hlut og þetta er yfir hundrað ára gam­alt sam­komu­lag um kjör fiski­manna að þeir eiga hlut í þeim afla sem þeir veiða. En í bóka­flokkn­um Skútu­öld­in kem­ur fram að fyr­ir alda­mót­in 1900 var afla skipt í fjöru og þá fékk áhöfn fjórða hvern fisk. Að mínu viti var þetta nokkuð á hreinu þá, en í dag er það því miður þannig að þó að sjó­menn séu á hlut af afla­verðmæti þá held­ur út­gerðin að sér upp­lýs­ing­um um sölu afl­ans þannig að það er ekk­ert gagn­sæi um hvernig laun sjó­manna eru fund­in út,“ full­yrðir Berg­ur.

„Þar sem er talað um fisk­verð til sjó­manna sem landa til skyldra aðila þá skuli vera gerður fisk­verðssamn­ing­ur milli út­gerðar og áhafn­ar. Ég get ekki sé að sjó­menn séu í nokk­urri samn­ingsaðstöðu til þess að gera slík­an samn­ing. Í fram­kvæmd er ekki gerður neinn samn­ing­ur um fisk­verð, í raun­inni er sent blað um borð og sagt að þetta verði verðið sem þeir verða að þiggja fyr­ir afl­ann.

Það er kveðið á í kjara­samn­ing­um að í slík­um fisk­verðssamn­ingi séu upp­lýs­ing­ar um fisk­verð til áhafn­ar­inn­ar, en ég er með und­ir hönd­um samn­ing sem send­ur hef­ur verið Verðlags­nefnd skipta­verðs, þar sem sagt er að fisk­verð sé sam­kvæmt gild­andi verðtöflu. Það er sem sagt sent blað um borð og mönn­um sagt að þetta sé verðið fyr­ir fisk­inn. [...] Eins og þetta er núna fá stétt­ar­fé­lög ekki aðgang að söl­unót­um, það er bara trúnaðarmaður sem fær aðgang að þeim. Við hefðum viljað að stétt­ar­fé­lög­in fengju aðgang að þessu, þetta á nátt­úru­lega ekki að vera neitt leynd­ar­mál hvernig fundið er út þetta afla­verðmæti,“ út­skýr­ir formaður­inn. „Ég tel það lítið mál að tengja lág­marks­verð við afurðaverð eða markaðsverð ef vilji er fyr­ir hendi,“ bæt­ir hann við.

Beðið eft­ir skýrslu

Spurður hvort hann telji verið að hlunn­fara sjó­menn svar­ar hann: „Ég segi það ekki, en þetta er ekki uppi á borði. Þeir eru á afla­hlut og af hverju er ekki meira gegn­sæi í því svo þeir sjái hvernig verðið mynd­ast? [...] Það kom fram í des­em­ber í svari Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar sjáv­ar­út­vegs­ráðherra við fyr­ir­spurn Loga Ein­ars­son­ar, for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, að efnt yrði til sér­stakr­ar vinnu í at­vinnu­vegaráðuneyt­inu vegna verðmun­ar á afla í sjáv­ar­út­vegi. Hann sagðist vænta þess að geta kynnt fljót­lega á þessu ári með hvaða hætti ætti að standa að verki og að miðað yrði við óháða rann­sókn.“

Berg­ur kveðst ekki hafa ein­hverj­ar sér­stak­ar vænt­ing­ar til þeirr­ar skýrslu sem verður til við rann­sókn á verðmun, en seg­ir að gott yrði að sjá hana.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: