Hvergi hætt þrátt fyrir basl

Rakel Jóhannsdóttir strandveiðikona gerir út Boggu ST frá Hólmavík segir …
Rakel Jóhannsdóttir strandveiðikona gerir út Boggu ST frá Hólmavík segir hreinsandi fyrir hugan að fara á sjó.

Margt get­ur strítt strand­veiðisjó­mönn­um um þess­ar mund­ir enda skipt­ir öllu að allt sé eins og á að vera hvað bát og áhöld varðar.

„Staðan er ágæt núna en mikl­ar bil­an­ir hafa verið í bátn­um að und­an­förnu,“ seg­ir Rakel Jó­hanns­dótt­ir, sem ger­ir út Boggu ST-055 frá Hólma­vík. Hún kveðst stefna á að færa sig yfir á Norður­fjörð um miðjan júlí.

Rakel seg­ir veiðarn­ar ekki hafa staðið und­ir kostnaði und­an­far­in þrjú ár. „Fyrst fór kæl­ir­inn og svo fór vél­in. Þetta er búið að vera tals­vert basl,“ út­skýr­ir hún en kveðst hvergi hætt enda nýt­ur hún sjó­mennsk­unn­ar.

„Þetta er svo hreins­andi fyr­ir hug­ann að fara út á sjó og gott fyr­ir lík­amann. Þetta er skemmti­legt, mér finnst það,“ svar­ar Rakel spurð hvað fái hana á strand­veiðarn­ar. Hún kveðst stunda strand­veiðar af áhuga­mennsku þar sem hún starfar alla jafna í bók­haldi. „Ég hef al­ist upp við sjó­inn og mér hef­ur alltaf þótt þetta freist­andi. Þetta er ekk­ert mál ef þú ert lík­am­lega hraust­ur.“

Fínt ef vél­in held­ur

Hún hvet­ur fleiri til þess að láta reyna á strand­veiðar og seg­ist ekki vita hvers vegna ekki séu fleiri kon­ur meðal strand­veiðimanna. „Ætli það sé ekki bara að þeim hafi ekki dottið þetta í hug, það er ekk­ert vesen á þessu þannig. Fólk er stund­um hissa á því að maður sé í þessu og þegar maður kem­ur nýr tek­ur maður eft­ir því að það sé aðeins verið að fylgj­ast með manni. Og ég er kannski ekki al­veg sú fær­asta að snúa bátn­um á mjög litl­um bletti eða þess hátt­ar,“ seg­ir hún og hlær. „Ég hef keyrt á bryggj­una og bakkað upp í kant­inn og ým­is­legt svo­leiðis, en ég hafði þetta af.“

Rakel seg­ir tví­mæla­laust gam­an að taka sér eitt­hvað nýtt fyr­ir hend­ur og læra nýja hluti. Þá sé strand­veiðikerfið tæki­færi fyr­ir fólk að láta á sjó­sókn reyna og at­huga hvort þetta sé eitt­hvað sem höfðar til þess. Þrátt fyr­ir al­mennt að vera ánægð með kerfið finnst henni tak­mark­an­ir á hvaða viku­dög­um megi veiða vera ein­kenni­leg­ar. „Það er held­ur hallæris­legt að það megi ekki fara út á sunnu­degi ef viðrar bet­ur á mánu­degi eða þriðju­degi.“

Spurð hvort hún bú­ist við góðu veðurfari í sum­ar, seg­ir Rakel svo vera. „Þetta verður bara fínt ef vél­in held­ur,“ svar­ar hún og hlær.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: