Brim gerist aðalstyrktaraðili Bláa hersins

Tómas J. Knútsson, stofnandi Bláa hersins, Kristján Davíðsson, stjórnarformaður Brims, …
Tómas J. Knútsson, stofnandi Bláa hersins, Kristján Davíðsson, stjórnarformaður Brims, með styrktar- og samstarfssamningin. Hann felur í sér að Brim verður aðalstyrkytaraðili samtakanna. Ljósmynd/Brim

Brim hf. hef­ur gerst aðalstyrkt­araðili um­hverf­is­sam­tak­anna Bláa hers­ins og mun fyr­ir­tækið styðja rekst­ur sam­tak­anna með fjár­fram­lög­um og með fag­legri aðkomu að kynn­ingu og markaðsstarfi í þeim til­gangi að auka sýni­leika um­hverf­is­sam­tak­anna, að því er fram kem­ur í færslu á vef Brims.

Þá hyggst fyr­ir­tækið einnig taka bein­an þátt í verk­efn­um Bláa hers­ins með eig­in hreins­un­ar­degi að minnsta kosti einu sinni að ári þar sem fjör­ur verða gengn­ar og hreinsaðar.

Blái her­inn hef­ur starfað í 25 ár og legg­ur áherslu á bar­átt­una við plast­meng­un í haf­inu með hreins­un­ar­störf­um við strend­ur lands­ins og með hvatn­ingu og vit­und­ar­vakn­ingu. Sam­tök­in hafa frá stofn­un hreinsað yfir 1.540 tonn af rusli úr fjör­um lands­ins.

„Virðing fyr­ir um­hverf­inu og líf­ríki sjáv­ar er grund­völl­ur starf­semi Brims og lögð er áhersla á góða um­gengni um auðlind­ina og ábyrg­ar fisk­veiðar svo kom­andi kyn­slóðir geti notið henn­ar áfram,“ seg­ir í færsl­unni.

„Blái her­inn und­ir for­ystu Tóm­as­ar J. Knúts­son­ar hef­ur unnið frá­bært starf í ald­ar­fjórðung við að hreinsa fjör­ur af plasti og ekki síður með því að vekja at­hygli á meng­un í haf­inu. Brim legg­ur mikla áherslu á sjálf­bærni og um­hverf­is­mál í sínu starfi og vill sýna í verki hvernig skiln­ing­ur og virðing fyr­ir sam­fé­lagi og um­hverfi fer sam­an við ábyrg­an og arðsam­an rekst­ur fé­lags­ins. Það fer því vel á að Brim gangi til liðs við Bláa her­inn í bar­átt­unni við plast­meng­un í haf­inu,“ er haft eft­ir Kristjáni Davíðssyni, stjórn­ar­for­manni Brims.

mbl.is